Viðskipti erlent

JP Morgan og Credit Suisse greiddu 55 milljarða í sektir

Tveir af stærstu bönkum heims, JP Morgan Chase og Credit Suisse, greiddu samtals 417 milljónir dala, jafnvirði um 55 milljarða króna, í sektir til fjármálaeftirlitsins í New York, vegna sölu bankanna á skuldatryggingum er tengjast húsnæðislánum til fjárfesta, en eignirnar reyndust því sem næst verðlausar eignir.

JP Morgan greiddi samtals 296,6 milljóni dala í sekt, eða sem nemur 37,7 milljörðum króna. Credit Suisse greiddi umtalsvert lægri sekt, eða sem nemur tæplega 120 milljónum dala, jafnvirði ríflega 15 milljarða króna.

Í tilkynningu fjármálaeftirlitsins, sem New York Times vitnar til, vegna ákvarðana um sektirnar kemur fram að JP Morgan eða Credit Suisse viðurkenni ekki að hafa brotið lög, heldur byggi sektirnar á samkomulagi sem gert var við eftirlitið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×