Viðskipti erlent

Tchenguiz vill að fyrrverandi forstjóri SFO sæti ábyrgð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Robert Tchenguiz er ósáttur við fyrrverandi forstjóra SFO.
Robert Tchenguiz er ósáttur við fyrrverandi forstjóra SFO.
Robert Tchenguiz telur að Richard Alderman, fyrrverandi forstjóri efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar eigi að sæta ábyrgð fyrir að hafa handtekið sig og Vincent bróður sinn. Handtakan fór fram í tengslum við rannsókn á málum Kaupþings.

Málið hefur nú verið látið niður falla, en bræðurnir voru stærstu lántakendur hjá Kaupþingi. Robert telur að eftirlaun Roberts eigi að skerðast vegna málsins, eftir því sem fram kemur í viðtali við hann á vef Telegraph. Viðtalið er það fyrsta sem tekið er við Robert eftir að málið gegn honum var látið niður falla en áður hafði Vincent tjáð sig um það, meðal annars í viðtali við Fréttablaðið.

„Richard Alderman tók sér leyfi til að rústa lífi fólks. Ef hann væri bankamaður eða ráðherra þá yrði hann látinn sæta ábyrgð. Ef þú gerir eitthvað sem þú hefur ekki heimild fyrir þá áttu að sæta ábyrgð," segir Robert í samtali við Sunday Telegraph.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×