NBA í nótt: Knicks og San Antonio ósigruð - Allen yfir 23 þúsund stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2012 09:00 Ray Allen í leik með Miami. Mynd/AP Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. New York Knicks vann sinn þriðja sigur í röð og hefur ekki byrjað betur á tímabili í þrettán ár. Knicks vann góðan sigur á Philadelphia, 110-88, þar sem að Carmelo Anthony skoraði 21 stig og JR Smith sautján. Mestu munaði um góðan þriðja leikhluta þar sem að Knicks náði 21 stiga forystu í leiknum. Rasheed Wallace, sem er 38 ára, kom þá sterkur inn og skoraði átta stig, þar af tvær þriggja stiga körfur. Jrue Holiday var stigahæstur hjá Philadelphia með sautján stig en liðið náði sér ekki á strik eftir ágætan fyrsta leikhluta. San Antonio hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu til þessa sem er félagsmet. Liðið vann Indiana í nótt, 101-79, þar sem Gary Neal skoraði sautján stig fyrir San Antonio. Mikið munaði um framlag varamanna en þeir skoruðu alls 57 stig fyrir San Antonio en 35 stig fyrir Indiana. Sigur San Antonio var öruggur en skotnýting Indiana var aðeins upp á 35 prósent í leiknum. Miami hafði betur gegn Phoenix, 124-99, en leikurinn var sögulegur fyrir Ray Allen, leikmann Miami. Hann skoraði fimmtán stig alls og komst yfir 23 þúsund stig alls á ferlinum. Hann varð 24. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem afrekar það. LeBron James var með 23 stig og ellefu fráköst en Dwyane Wade kom næstur með 22 stig. Minnesota vann Brooklyn Nets, 107-96, eftir að hafa verið 22 stigum undir í leiknum. Alexey Shved og Chase Budinger fóru mikinn í fjórða leikhluta en Nets skoraði síðustu ellefu stig leiksins.Úrslit næturinnar: Philadelphia - NY Knicks 88-110 Brooklyn - Minnesota 96-107 Miami - Phoenix 124-99 Memphis - Utah 103-94 Dallas - Portland 114-91 San Antonio - Indiana 101-79 Sacramento - Golden state 94-92 LA Clippers - Cleveland 101-108 NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. New York Knicks vann sinn þriðja sigur í röð og hefur ekki byrjað betur á tímabili í þrettán ár. Knicks vann góðan sigur á Philadelphia, 110-88, þar sem að Carmelo Anthony skoraði 21 stig og JR Smith sautján. Mestu munaði um góðan þriðja leikhluta þar sem að Knicks náði 21 stiga forystu í leiknum. Rasheed Wallace, sem er 38 ára, kom þá sterkur inn og skoraði átta stig, þar af tvær þriggja stiga körfur. Jrue Holiday var stigahæstur hjá Philadelphia með sautján stig en liðið náði sér ekki á strik eftir ágætan fyrsta leikhluta. San Antonio hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu til þessa sem er félagsmet. Liðið vann Indiana í nótt, 101-79, þar sem Gary Neal skoraði sautján stig fyrir San Antonio. Mikið munaði um framlag varamanna en þeir skoruðu alls 57 stig fyrir San Antonio en 35 stig fyrir Indiana. Sigur San Antonio var öruggur en skotnýting Indiana var aðeins upp á 35 prósent í leiknum. Miami hafði betur gegn Phoenix, 124-99, en leikurinn var sögulegur fyrir Ray Allen, leikmann Miami. Hann skoraði fimmtán stig alls og komst yfir 23 þúsund stig alls á ferlinum. Hann varð 24. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem afrekar það. LeBron James var með 23 stig og ellefu fráköst en Dwyane Wade kom næstur með 22 stig. Minnesota vann Brooklyn Nets, 107-96, eftir að hafa verið 22 stigum undir í leiknum. Alexey Shved og Chase Budinger fóru mikinn í fjórða leikhluta en Nets skoraði síðustu ellefu stig leiksins.Úrslit næturinnar: Philadelphia - NY Knicks 88-110 Brooklyn - Minnesota 96-107 Miami - Phoenix 124-99 Memphis - Utah 103-94 Dallas - Portland 114-91 San Antonio - Indiana 101-79 Sacramento - Golden state 94-92 LA Clippers - Cleveland 101-108
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira