Fótbolti

Mancini: Eigendurnir eru ekki ánægðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að eigendur félagsins sé eðlilega ekki ánægður með slæmt gengi liðsins í Meistaradeild Evrópu.

City féll úr leik í riðlakeppninni í fyrra og er nú aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlakeppninni í ár. Liðið mætir Ajax í kvöld og þarf nauðsynlega á sigri að halda.

„Eigendurnir eru óánægðir en ég tel að það sé eðlilegt," sagði Mancini við enska fjölmiðla. „Það er engu að síður frábært fyrir mig að vinna með þessu fólki því maður getur sinnt sinni vinnu án nokkurra vandræða."

„Það er mikilvægt fyrir knattspyrnustjóra að vera með eigendur sem styðja liðið heilshugar."

Mancini skrifaði undir nýjan fimm ára samning við City í sumar en honum hefur þó aldrei gengið neitt sérstaklega vel með sín lið í Meistaradeildinni. Hann hefur aldrei komist lengra en í fjórðungsúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×