Óspennandi spennusaga Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. nóvember 2012 11:38 Rof Ragnar Jónasson Veröld Ragnar Jónasson hefur átt ágætis spretti í sögum sínum af lögreglumanninum Ara sem iðkar störf sín á Siglufirði. Í Snjóblindu og Myrknætti náði hann sér vel á flug, fléttaði saman spennandi sakamálum og sögum af persónum sem vöktu áhuga lesandans. Því miður skortir á þetta í nýjustu bók hans, sem ber titilinn Rof. Sagan er tvíþætt. Annars vegar segir frá ungu pari í Reykjavík sem lendir í þeirri skelfilegu lífsreynslu að barni konunnar er rænt. Inn í þá atburðarás fléttast atburðir úr fortíðinni og hulunni er svipt af myrkum leyndarmálum. Á Siglufirði situr Ari í sóttkví, en banvæn pest hefur skotið sér niður í bænum sem er í einangrun. Tímann notar hann til að garfa í gamalli ráðgátu úr Héðinsfirði. Fréttakonan Ísrún, sem glímir við sín vandamál, kemur síðan að báðum málunum. Rof vantar alla spennu, sem er bagalegt í spennusögu. Ragnari mistekst að krækja í lesandann og fá hann til að fletta áfram, nokkuð sem hann hefur gert með ágætum áður. Þá er ýmislegt í bókinni heldur óraunhæft, sem þarf ekki að vera vont í íslenskum spennusögum. Það stingur hins vegar í stúf við annað í bókinni. Hver mundi til dæmis halda því leyndu fyrir kærustu sinni að ókunnur maður sé á ferli á heimili ykkar um miðjar nætur? Ragnar hefur sýnt að hann getur búið til spennandi fléttur, en það tekst því miður ekki hér. Stílinn mætti bæta, en hann er á köflum full formlegur. Dæmi um það er þegar Ísrún liggur og veltir "meintum" glæpum einhvers fyrir sér. Kannski hugsa lögfræðingar þannig einir með sjálfum sér, en trauðla aðrir. Niðurstaða: Bókin nær sér ekki á flug og lítil spenna er fólgin í þeim málum sem glímt er við. Gagnrýni Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Rof Ragnar Jónasson Veröld Ragnar Jónasson hefur átt ágætis spretti í sögum sínum af lögreglumanninum Ara sem iðkar störf sín á Siglufirði. Í Snjóblindu og Myrknætti náði hann sér vel á flug, fléttaði saman spennandi sakamálum og sögum af persónum sem vöktu áhuga lesandans. Því miður skortir á þetta í nýjustu bók hans, sem ber titilinn Rof. Sagan er tvíþætt. Annars vegar segir frá ungu pari í Reykjavík sem lendir í þeirri skelfilegu lífsreynslu að barni konunnar er rænt. Inn í þá atburðarás fléttast atburðir úr fortíðinni og hulunni er svipt af myrkum leyndarmálum. Á Siglufirði situr Ari í sóttkví, en banvæn pest hefur skotið sér niður í bænum sem er í einangrun. Tímann notar hann til að garfa í gamalli ráðgátu úr Héðinsfirði. Fréttakonan Ísrún, sem glímir við sín vandamál, kemur síðan að báðum málunum. Rof vantar alla spennu, sem er bagalegt í spennusögu. Ragnari mistekst að krækja í lesandann og fá hann til að fletta áfram, nokkuð sem hann hefur gert með ágætum áður. Þá er ýmislegt í bókinni heldur óraunhæft, sem þarf ekki að vera vont í íslenskum spennusögum. Það stingur hins vegar í stúf við annað í bókinni. Hver mundi til dæmis halda því leyndu fyrir kærustu sinni að ókunnur maður sé á ferli á heimili ykkar um miðjar nætur? Ragnar hefur sýnt að hann getur búið til spennandi fléttur, en það tekst því miður ekki hér. Stílinn mætti bæta, en hann er á köflum full formlegur. Dæmi um það er þegar Ísrún liggur og veltir "meintum" glæpum einhvers fyrir sér. Kannski hugsa lögfræðingar þannig einir með sjálfum sér, en trauðla aðrir. Niðurstaða: Bókin nær sér ekki á flug og lítil spenna er fólgin í þeim málum sem glímt er við.
Gagnrýni Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira