Brandarinn endist ekki í heila plötu Trausti Júlíusson skrifar 22. október 2012 12:17 Joddi's Dream Lost in Paradise Eigin útgáfa Það eru starfandi alls konar hljómsveitir. Joddi?s Dream er í flokki grínsveita. Hún mun hafa verið stofnuð árið 1993, til að "endurvekja LA-glysrokkið sem átti undir högg að sækja". Sveitin hefur verið til síðan og heldur sig við upprunalega markmiðið. Eins og sjá má á myndinni á framhlið umslagsins á nýju plötunni hennar. Lost in Paradise, þá leika spandex-buxur og hárkollur stórt hlutverk hjá meðlimum Joddi?s Dream. Þetta er alls ekki alslæm plata. Þeir félagar bregða fyrir sig ýmsum kunnuglegum riffum og töktum úr heimi glys- og þungarokksins og komast ágætlega frá lagasmíðum, söng og hljóðfæraleik. Það eru nokkrir skemmtilegir slagarar á plötunni; ég nefni Ready to Rock, Makin? Bacon, Lost in Paradise og Rockdriver. Textarnir eru í stíl við lögin. Platan nær samt ekki alveg að halda athygli manns út í gegn. Brandarinn endist ekki alveg í heila plötu og sum laganna eru frekar dapurleg. Í kynningartexta með plötunni er talað um að Joddi?s Dream sé hljóðvershljómsveit. Þetta er samt tónlist sem virkar örugglega best á pöbbnum á þriðja glasi. Á heildina litið er Lost in Paradise alveg þokkaleg grínrokkplata, en ekki meira en það. Niðurstaða: Hárkollur, spandex og nokkur ágæt lög. Gagnrýni Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Joddi's Dream Lost in Paradise Eigin útgáfa Það eru starfandi alls konar hljómsveitir. Joddi?s Dream er í flokki grínsveita. Hún mun hafa verið stofnuð árið 1993, til að "endurvekja LA-glysrokkið sem átti undir högg að sækja". Sveitin hefur verið til síðan og heldur sig við upprunalega markmiðið. Eins og sjá má á myndinni á framhlið umslagsins á nýju plötunni hennar. Lost in Paradise, þá leika spandex-buxur og hárkollur stórt hlutverk hjá meðlimum Joddi?s Dream. Þetta er alls ekki alslæm plata. Þeir félagar bregða fyrir sig ýmsum kunnuglegum riffum og töktum úr heimi glys- og þungarokksins og komast ágætlega frá lagasmíðum, söng og hljóðfæraleik. Það eru nokkrir skemmtilegir slagarar á plötunni; ég nefni Ready to Rock, Makin? Bacon, Lost in Paradise og Rockdriver. Textarnir eru í stíl við lögin. Platan nær samt ekki alveg að halda athygli manns út í gegn. Brandarinn endist ekki alveg í heila plötu og sum laganna eru frekar dapurleg. Í kynningartexta með plötunni er talað um að Joddi?s Dream sé hljóðvershljómsveit. Þetta er samt tónlist sem virkar örugglega best á pöbbnum á þriðja glasi. Á heildina litið er Lost in Paradise alveg þokkaleg grínrokkplata, en ekki meira en það. Niðurstaða: Hárkollur, spandex og nokkur ágæt lög.
Gagnrýni Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira