Náttúran á gólf 22. október 2012 14:02 Gólfmotturnar eftir Sigrúnu Láru Shanko og Sigríði Ólafsdóttur eru á leið á erlendan markað. Hér heima fást þær í Epal og Kraum. mynd/pjetur Við hittumst fyrst á textílverkstæðinu á Korpúlfsstöðum. Sigga gekk með þann draum í maganum að búa til gólfmottur en hún lærði fínflosaðferð í Svíþjóð. Við stofnuðum saman fyrirtækið fyrir rúmu ári og samhliða því að standsetja húsnæðið unnum við hugmyndir og skissur. Við sýndum svo fyrstu motturnar í Epal á HönnunarMars 2012," útskýrir Sigrún Lára Shanko en hún rekur fyrirtækið Élivogar ásamt Sigríði Ólafsdóttur, textíl- og vöruhönnuði en þær hanna og framleiða gólfmottur úr hreinni, íslenskri ull. Boltinn fór strax að rúlla eftir HönnunarMars og í framhaldinu fengu þær stöllur umfjöllun í sænska Elle interiour og boð um þátttöku á hönnunarsýningu í Helsinki. Þá voru þær meðal topp tíu hönnuða á HönnunarMars að mati wgsn.com. "Motturnar sem fóru til Helsinki eru þar enn á sýningu á heimili íslenska sendiherrans þar. Þá erum við að vinna spennandi verkefni fyrir Hótel Rangá og fleiri aðilar hafa einnig haft samband. Þá er markaðssetning í útlöndum handan við hornið en við erum komnar með umboðsaðila í Bretlandi. Það er því margt spennandi í farvatninu," segir Sigrún. Munstrin á mottunum eru unnin upp úr loftmyndum og landakortum af Íslandi. Þær eru handunnar og því verður engin þeirra alveg eins. "Við handteiknum munstrið á vefinn sem er strengdur á ramma. Vélknúin nál festir þræðina en framleiðslan sjálf tekur um það bil 5 daga. Hver motta er númeruð svo hægt er að rekja sögu hennar, hvernig hún er unnin, af hverjum og hvaða litir eru í henni. Þannig getum við lagað mottu fyrir viðskiptavin með því að fletta upp númerinu. Eins er hægt að sérpanta hjá okkur aðra liti í eitthvert munstur eða koma með eigið munstur sem við hjálpum til við að þróa í mottu." Auk gólfmottanna hafa Sigrún og Sigríður hafið framleiðslu á sessum, sem þær kalla Piece of Iceland. "Við hugsum þær eins og þúfur sem hægt er að kippa með sér og setjast á úti. Við berum náttúrulegt latex undir svo þær taka ekki til sín raka. Ég veit ekki til þess að íslenska ullin hafi verið nýtt á þennan hátt áður," segir Sigrún. Nánar á www.elivogar.com og á facebook. HönnunarMars Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Við hittumst fyrst á textílverkstæðinu á Korpúlfsstöðum. Sigga gekk með þann draum í maganum að búa til gólfmottur en hún lærði fínflosaðferð í Svíþjóð. Við stofnuðum saman fyrirtækið fyrir rúmu ári og samhliða því að standsetja húsnæðið unnum við hugmyndir og skissur. Við sýndum svo fyrstu motturnar í Epal á HönnunarMars 2012," útskýrir Sigrún Lára Shanko en hún rekur fyrirtækið Élivogar ásamt Sigríði Ólafsdóttur, textíl- og vöruhönnuði en þær hanna og framleiða gólfmottur úr hreinni, íslenskri ull. Boltinn fór strax að rúlla eftir HönnunarMars og í framhaldinu fengu þær stöllur umfjöllun í sænska Elle interiour og boð um þátttöku á hönnunarsýningu í Helsinki. Þá voru þær meðal topp tíu hönnuða á HönnunarMars að mati wgsn.com. "Motturnar sem fóru til Helsinki eru þar enn á sýningu á heimili íslenska sendiherrans þar. Þá erum við að vinna spennandi verkefni fyrir Hótel Rangá og fleiri aðilar hafa einnig haft samband. Þá er markaðssetning í útlöndum handan við hornið en við erum komnar með umboðsaðila í Bretlandi. Það er því margt spennandi í farvatninu," segir Sigrún. Munstrin á mottunum eru unnin upp úr loftmyndum og landakortum af Íslandi. Þær eru handunnar og því verður engin þeirra alveg eins. "Við handteiknum munstrið á vefinn sem er strengdur á ramma. Vélknúin nál festir þræðina en framleiðslan sjálf tekur um það bil 5 daga. Hver motta er númeruð svo hægt er að rekja sögu hennar, hvernig hún er unnin, af hverjum og hvaða litir eru í henni. Þannig getum við lagað mottu fyrir viðskiptavin með því að fletta upp númerinu. Eins er hægt að sérpanta hjá okkur aðra liti í eitthvert munstur eða koma með eigið munstur sem við hjálpum til við að þróa í mottu." Auk gólfmottanna hafa Sigrún og Sigríður hafið framleiðslu á sessum, sem þær kalla Piece of Iceland. "Við hugsum þær eins og þúfur sem hægt er að kippa með sér og setjast á úti. Við berum náttúrulegt latex undir svo þær taka ekki til sín raka. Ég veit ekki til þess að íslenska ullin hafi verið nýtt á þennan hátt áður," segir Sigrún. Nánar á www.elivogar.com og á facebook.
HönnunarMars Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira