Yao Ming snýr sér að golfinu - risavaxið verkefni bíður hans 23. október 2012 23:30 Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla. Brian Manzella, heimsþekktur golfkennari, segir í viðtali við Golf Magazine að það leyni sér ekki að Ming sé byrjandi í golfi. „Hann er að glíma við áskoranir sem allir byrjendur þurfa að glíma við en þessi golfkylfa er allt of stutt fyrir hann," sagði Manzella m.a. í viðtalinu. Golfmótið sem Ming tók þátt í var haldið á Mission Hills golfvallarsvæðinu í Kína en þar eru alls ellefu 18 holu golfvellir og einn par 3 holu völlur. Ming getur þó talist vera á réttri leið með golfsveifluna sína ef miðað er við Charles Barkley – sem átti farsælan feril í NBA deildinni. Golfferill Sir Charles hefur ekki verið dans á rósum eins og sjá má í þessu myndbandi hefur hann þróað sinn eigin stíl og tækni. Ming er ekki sá stærsti sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann er í 3.-4. sæti á þeim lista með Shawn Bradley sem lék með m.a. Philadelphia 76'ers og Dallas Mavericks. Gheorghe Muresan frá Rúmeníu og Manute Bol sem fæddur var í Súdan eru efstir á þessum lista. Þeir voru báðir 2,31 m. á hæð þegar þeir léku í NBA deildinni. Muresan var valinn af Washington Bullets árið 1993 í NBA valinu en hann hann skoraði 14,5 stig, tók 10 fráköst og varði um 2 skot að meðaltali í leik keppnistímabilið 1994-1995. Muresan lék í sex ár í deildinni en hann var mikið meiddur og skoraði hann rétt um 10 stig og tók 6 fráköst í 307 leikjum á ferlinum. Bol gekk í raðir Washington Bullets árið 1985. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem er með fleiri varin skot en stig á ferlinum. Bol skoraði 2,6 stig að meðaltali í leik á 10 ára tímabili en hann varði 3,3 skot að meðaltali í leik. Hann er annar í röðinni yfir flest skot varin að meðaltali á ferlinum en þar er efstur Mark Eaton sem lék með Utah Jazz – 3,34 varin skot að meðaltali í leik.Listi yfir hávöxnustu leikmenn allra tíma í NBA deildinni: Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Sjá meira
Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla. Brian Manzella, heimsþekktur golfkennari, segir í viðtali við Golf Magazine að það leyni sér ekki að Ming sé byrjandi í golfi. „Hann er að glíma við áskoranir sem allir byrjendur þurfa að glíma við en þessi golfkylfa er allt of stutt fyrir hann," sagði Manzella m.a. í viðtalinu. Golfmótið sem Ming tók þátt í var haldið á Mission Hills golfvallarsvæðinu í Kína en þar eru alls ellefu 18 holu golfvellir og einn par 3 holu völlur. Ming getur þó talist vera á réttri leið með golfsveifluna sína ef miðað er við Charles Barkley – sem átti farsælan feril í NBA deildinni. Golfferill Sir Charles hefur ekki verið dans á rósum eins og sjá má í þessu myndbandi hefur hann þróað sinn eigin stíl og tækni. Ming er ekki sá stærsti sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann er í 3.-4. sæti á þeim lista með Shawn Bradley sem lék með m.a. Philadelphia 76'ers og Dallas Mavericks. Gheorghe Muresan frá Rúmeníu og Manute Bol sem fæddur var í Súdan eru efstir á þessum lista. Þeir voru báðir 2,31 m. á hæð þegar þeir léku í NBA deildinni. Muresan var valinn af Washington Bullets árið 1993 í NBA valinu en hann hann skoraði 14,5 stig, tók 10 fráköst og varði um 2 skot að meðaltali í leik keppnistímabilið 1994-1995. Muresan lék í sex ár í deildinni en hann var mikið meiddur og skoraði hann rétt um 10 stig og tók 6 fráköst í 307 leikjum á ferlinum. Bol gekk í raðir Washington Bullets árið 1985. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem er með fleiri varin skot en stig á ferlinum. Bol skoraði 2,6 stig að meðaltali í leik á 10 ára tímabili en hann varði 3,3 skot að meðaltali í leik. Hann er annar í röðinni yfir flest skot varin að meðaltali á ferlinum en þar er efstur Mark Eaton sem lék með Utah Jazz – 3,34 varin skot að meðaltali í leik.Listi yfir hávöxnustu leikmenn allra tíma í NBA deildinni:
Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Sjá meira