Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og hefur nú ekki verið lægra í þrjá mánuði. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í rúma 107 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í rúma 85 dollara.

Fyrir viku síðan var verðið á Brent olíunni rúmlega 112 dollara svo lækkunin á þeim tíma nemur rúmum 4%.

Á vefsíðunni forexpros segir að þessar lækkanir á verðinu stafi einkum af lélegum efnahagstölum í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×