Um 10% danskra heimila eru í greiðsluvandræðum 29. október 2012 06:23 Dönsk heimili eiga í sívaxandi erfiðleikum með að láta endana ná saman um hver mánaðarmót. Þetta sýnir ný úttekt á vegum dönsku hagstofunnar. Fram kemur í þessari úttekt, sem nær yfir síðasta ár, að 280 þúsund heimili í Danmörku eiga ekki lengur fyrir reikningum sínum um hver mánaðarmót. Þetta samsvarar 10% af öllum heimilum í landinu. Þessi staða hefur hríðversnað frá því að fjármálakreppan skall á. Í samsvarandi könnun sem hagstofan gerði árið 2007 voru 180.000 dönsk heimili í greiðsluvandræðum. Þeim hefur því fjölgað um 80.000 á þessu tímabili. Í frétt um málið í Jyllands Posten er rætt við Lone Kæjrgaarde aðalhagfræðing hjá Arbejdernes Landsbank. Hún bendir á að úttekt hagstofunnar nái til ársins í fyrra og að hagtölur í Danmörku í ár sýni að staðan sé í raun orðin verri. Það eru einkum húsnæðislán sem dönsk heimili eiga í vandræðum með. Fasteignaverð í Danmörku hrundi í kjölfar kreppunnar eins og víða í Evrópu og hefur lítt náð sér á strik síðan. Lone segir að þessi þróun samhliða því að atvinnuleysi hefur ekki minnkað skýri slæma stöðu margra danskra heimila. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dönsk heimili eiga í sívaxandi erfiðleikum með að láta endana ná saman um hver mánaðarmót. Þetta sýnir ný úttekt á vegum dönsku hagstofunnar. Fram kemur í þessari úttekt, sem nær yfir síðasta ár, að 280 þúsund heimili í Danmörku eiga ekki lengur fyrir reikningum sínum um hver mánaðarmót. Þetta samsvarar 10% af öllum heimilum í landinu. Þessi staða hefur hríðversnað frá því að fjármálakreppan skall á. Í samsvarandi könnun sem hagstofan gerði árið 2007 voru 180.000 dönsk heimili í greiðsluvandræðum. Þeim hefur því fjölgað um 80.000 á þessu tímabili. Í frétt um málið í Jyllands Posten er rætt við Lone Kæjrgaarde aðalhagfræðing hjá Arbejdernes Landsbank. Hún bendir á að úttekt hagstofunnar nái til ársins í fyrra og að hagtölur í Danmörku í ár sýni að staðan sé í raun orðin verri. Það eru einkum húsnæðislán sem dönsk heimili eiga í vandræðum með. Fasteignaverð í Danmörku hrundi í kjölfar kreppunnar eins og víða í Evrópu og hefur lítt náð sér á strik síðan. Lone segir að þessi þróun samhliða því að atvinnuleysi hefur ekki minnkað skýri slæma stöðu margra danskra heimila.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira