NFL: Fálkarnir enn ósigraðir og Peyton á flugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2012 11:15 Peyton Manning og Drew Brees eftir leikinn í nótt. Mynd/Nordic Photos/Getty Atlanta Falcons vann sinn sjöunda leik í röð í ameríska fótboltanum um helgina og er áfram eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir á skrið og þá vann litli bróðir hans, Eli, fjórða leikinn í röð á hinum einstaka Cowboys-leikvangi í Dallas. Atlanta Falcons vann öruggan 30-17 sigur á Philadelphia Eagles og hefur þar með unnið fyrstu sjö leiki sína í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti enn einn stórleikinn. Atlanta er eina 7-0 liðið í deildinni en bæði Chicago Bears og Houston Texans hafa unnið 6 af 7 leikjum sínum. Denver Broncos vann 34-14 sigur á New Orleans Saints þar sem stjarna Peyton Manning skein skært. Manning náði fjórða leiknum í röð þar sem hann kastaði yfir 300 jarða, gaf þrjár snertimarkssendingar og tapaði ekki bolta. Broncos hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og það efast enginn lengur um það að Manning nái sér ekki að meiðslunum sem héldu honum frá allt síðasta tímabil. Það var annars mikil dramatík í leikjum gærdagsins og í mörgum þeirra réðustu úrslitin á síðustu sekúndunum. Chicago Bears þurfti að hafa fyrir naumum 23-22 endurkomusigri á Carolina Panthers, Indianapolis Colts vann Tennessee í framlengingu og Detroit Lions vann Seattle Seahawks á snertimarki 20 sekúndum fyrir leikslok. Núverandi meisturum í New York Giants líkar vel að spila á hinum magnaða Cowboys-leikvangi því liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína á vellinum. Dallas Cowboys skoraði reyndar snertimark í lok leiksins sem hefði skilað liðinu sigri en það munaði aðeins sentímetrum að það hefði verið gilt. Eli Manning og félagar New York Giants unnu því fjórða leikinn í röð.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: Green Bay Packers - Jacksonville Jaguars 24-15 New York Jets - Miami Dolphins 9-30 Cleveland Browns - San Diego Chargers 7-6 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 13-19 (framlenging) St. Louis Rams - New England Patriots 7-45 Philadelphia Eagles - Atlanta Falcons 17-30 Chicago Bears - Carolina Panthers 23-22 Detroit Lions - Seattle Seahawks 28-24 Pittsburgh Steelers - Washington Redskins 27-12 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 16-26 Dallas Cowboys - New York Giants 24-29 Denver Broncos - New Orleans Saints 34-14 NFL Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markasúpa í Grafarholtinu Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sjá meira
Atlanta Falcons vann sinn sjöunda leik í röð í ameríska fótboltanum um helgina og er áfram eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir á skrið og þá vann litli bróðir hans, Eli, fjórða leikinn í röð á hinum einstaka Cowboys-leikvangi í Dallas. Atlanta Falcons vann öruggan 30-17 sigur á Philadelphia Eagles og hefur þar með unnið fyrstu sjö leiki sína í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti enn einn stórleikinn. Atlanta er eina 7-0 liðið í deildinni en bæði Chicago Bears og Houston Texans hafa unnið 6 af 7 leikjum sínum. Denver Broncos vann 34-14 sigur á New Orleans Saints þar sem stjarna Peyton Manning skein skært. Manning náði fjórða leiknum í röð þar sem hann kastaði yfir 300 jarða, gaf þrjár snertimarkssendingar og tapaði ekki bolta. Broncos hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og það efast enginn lengur um það að Manning nái sér ekki að meiðslunum sem héldu honum frá allt síðasta tímabil. Það var annars mikil dramatík í leikjum gærdagsins og í mörgum þeirra réðustu úrslitin á síðustu sekúndunum. Chicago Bears þurfti að hafa fyrir naumum 23-22 endurkomusigri á Carolina Panthers, Indianapolis Colts vann Tennessee í framlengingu og Detroit Lions vann Seattle Seahawks á snertimarki 20 sekúndum fyrir leikslok. Núverandi meisturum í New York Giants líkar vel að spila á hinum magnaða Cowboys-leikvangi því liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína á vellinum. Dallas Cowboys skoraði reyndar snertimark í lok leiksins sem hefði skilað liðinu sigri en það munaði aðeins sentímetrum að það hefði verið gilt. Eli Manning og félagar New York Giants unnu því fjórða leikinn í röð.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: Green Bay Packers - Jacksonville Jaguars 24-15 New York Jets - Miami Dolphins 9-30 Cleveland Browns - San Diego Chargers 7-6 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 13-19 (framlenging) St. Louis Rams - New England Patriots 7-45 Philadelphia Eagles - Atlanta Falcons 17-30 Chicago Bears - Carolina Panthers 23-22 Detroit Lions - Seattle Seahawks 28-24 Pittsburgh Steelers - Washington Redskins 27-12 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 16-26 Dallas Cowboys - New York Giants 24-29 Denver Broncos - New Orleans Saints 34-14
NFL Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markasúpa í Grafarholtinu Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sjá meira