Fótbolti

Fingurinn á þjálfara Montpellier kom honum í bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rene Girard, þjálfari Montpellier.
Rene Girard, þjálfari Montpellier. Mynd/AFP
Rene Girard, þjálfari Montpellier, hefur verið dæmdur í eins leiks bann í Meistaradeildinni og til að greiða dágóða sekt fyrir að sýna þjálfara Schalke fingurinn í Meistaradeildarleik á dögunum.

Það var mikill hiti í mönnum í leik Montpellier og Schalke 04 í Gelsenkirchen 3. október síðastliðinn en leiknum endaði með 2-2 jafntefli. Fimm leikmenn Montpellier fengu gula spjaldið í leiknum og einn var rekinn í sturtu. Liðinu tókst samt að tryggja sér jafntefli í blálokin.

Girard missir af heimaleik á móti Olympiakos en hann er síðan á skilorði næstu þrjú árin og sleppur við einn leik í viðbót haldi hann það. Hann fékk í viðbót fimm þúsund evra sekt sem er rúmlega 790 þúsund í íslenskum krónum.

Huub Stevens sagðist eftir leikinn ekki hafa séð móðgandi og óviðeignandi merkjagjöf Rene Girard í leiknum sjálfum en sá hana seinna í sjónvarpinu. Girard var þarna að svara Stevens eftir að Schalke-þjálfarinn kvartaði undan því að Frakkinn heimtaði gult spjald á hvert brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×