Rodgers stöðvaði sigurgöngu Houston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2012 09:45 Rodgers hleypur með boltann. Mynd/AP Það var nóg um að vera í NFL-deildinni í gær eins og ávallt á sunnudögum. Hæst bar þó sigur Green Bay Packers á Houston Texans þar sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers átti leik lífs síns. Rodgers kastaði sex sinnum fyrir snertimarki í leikjnum sem er persónulegt met og einnig metjöfnun hjá þessu sögufræga félagi. Útherjinn Jordy Nelson skoraði þrjú af þessum snertimörkum. Green Bay tókst í nótt loksins að sýna sitt rétta andlit, sérstaklega í sókn, en liðið hefur nú unnið þrjá af fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Houston var hins vegar ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur," sagði Rodgers eftir sigur sinna manna í nótt. Sóknarleikur liðsins hafði valdið mörgum vonbrigðum, ekki síst Rodgers sjálfum sem var valinn leikmaður ársins [MVP] á síðasta tímabili. „Við erum allir mjög stoltir," sagði hann. „Og það er enginn okkar að gefast upp. Það er líklega betra þegar fólk efast um okkur því þá náum við betur saman. Fólk reyndi að rífa okkur niður fyrir þennan leik en við stóðum saman." Arian Foster, einn besti hlaupari deildarinnar, skoraði tvö snertimörk fyrir Houston en náði þó aðeins að hlaupa 29 jarda með boltann. Atlanta Falcons er nú eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Liðið vann nauman sigur á Oakland Raiders í gær, 23-20, með vallarmarki Matt Bryant í blálok leiksins.Úrslit gærdagsins: Houston - Green Bay 24-42 Seattle - New England 24-23 Philadelphia - Detroit 23-26 Minnesota - Washington 26-38 Atlanta - Oakland 23-20 Arizona - Buffalo 16-19 (e. framl.) San Francisco - NY Giants 3-26 Baltimore - Dallas 29-31 Kansas City - Tampa Bay 10-38 Cleveland - Cincinnati 34-24 Indianapolis - NY Jets 9-35 Miami - St. Louis 17-14 NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira
Það var nóg um að vera í NFL-deildinni í gær eins og ávallt á sunnudögum. Hæst bar þó sigur Green Bay Packers á Houston Texans þar sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers átti leik lífs síns. Rodgers kastaði sex sinnum fyrir snertimarki í leikjnum sem er persónulegt met og einnig metjöfnun hjá þessu sögufræga félagi. Útherjinn Jordy Nelson skoraði þrjú af þessum snertimörkum. Green Bay tókst í nótt loksins að sýna sitt rétta andlit, sérstaklega í sókn, en liðið hefur nú unnið þrjá af fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Houston var hins vegar ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur," sagði Rodgers eftir sigur sinna manna í nótt. Sóknarleikur liðsins hafði valdið mörgum vonbrigðum, ekki síst Rodgers sjálfum sem var valinn leikmaður ársins [MVP] á síðasta tímabili. „Við erum allir mjög stoltir," sagði hann. „Og það er enginn okkar að gefast upp. Það er líklega betra þegar fólk efast um okkur því þá náum við betur saman. Fólk reyndi að rífa okkur niður fyrir þennan leik en við stóðum saman." Arian Foster, einn besti hlaupari deildarinnar, skoraði tvö snertimörk fyrir Houston en náði þó aðeins að hlaupa 29 jarda með boltann. Atlanta Falcons er nú eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Liðið vann nauman sigur á Oakland Raiders í gær, 23-20, með vallarmarki Matt Bryant í blálok leiksins.Úrslit gærdagsins: Houston - Green Bay 24-42 Seattle - New England 24-23 Philadelphia - Detroit 23-26 Minnesota - Washington 26-38 Atlanta - Oakland 23-20 Arizona - Buffalo 16-19 (e. framl.) San Francisco - NY Giants 3-26 Baltimore - Dallas 29-31 Kansas City - Tampa Bay 10-38 Cleveland - Cincinnati 34-24 Indianapolis - NY Jets 9-35 Miami - St. Louis 17-14
NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira