Orðrómur um að Vettel fari til Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 15. október 2012 19:00 Það verður að teljast hæpið að Vettel og Alonso verði liðsfélagar hjá Ferrari á næsta ári. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er vinsælasti ökuþórinn á ráslínunni þessa dagana og er í feiknarformi, búinn að vinna síðustu þrjú mót. Þess vegna hefur því verið kastað fram að Vettel gæti hugsanlega farið til Ferrari á næsta ári. Þá hafa flestir bestu ökumennirnir í Formúlu 1 verði orðaðir við sæti Felipe Massa hjá Ferrari. Massa þykir þó hafa ekið vel í undanförnum mótum og sætið hans ekki eins heitt og það var í upphafi tímabilsins þegar ekkert gekk hjá Brasilíumanninum. Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-fyrirtækisins, segir að það mundi ekki verða góð skipan mála að fá jafn sterkan ökuþór og Vettel í liðið til að aka við hlið Fernando Alonso. Mundi það raska jafnvæginu innan liðsins, sem Ferrari metur svo mikils. "Í dag eru ökumennirnir okkar ekki vandamál," sagði di Montezemolo við ítalska útvarpsstöð þegar orðrómurinn um Vettel var borinn undir hann. "Ég vil ekki hafa vandamál eða of mikið kapp milli ökuþóra liðsins. Við höfðum það ekki milli Schumacher og Irvine, Schumacher og Barrichello og heldur ekki milli Alonso og Massa." Felipe Massa er því hinn fullkomni ökuþór til að gegna hlutverki annars ökuþórs liðsins, hlutverk sem hann hefur annast nær alla sína tíð hjá Ferrari. Di Montezemolo segist ætla að ræða við Massa á næstunni og ráða um framtíð ökuþórsins. Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er vinsælasti ökuþórinn á ráslínunni þessa dagana og er í feiknarformi, búinn að vinna síðustu þrjú mót. Þess vegna hefur því verið kastað fram að Vettel gæti hugsanlega farið til Ferrari á næsta ári. Þá hafa flestir bestu ökumennirnir í Formúlu 1 verði orðaðir við sæti Felipe Massa hjá Ferrari. Massa þykir þó hafa ekið vel í undanförnum mótum og sætið hans ekki eins heitt og það var í upphafi tímabilsins þegar ekkert gekk hjá Brasilíumanninum. Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-fyrirtækisins, segir að það mundi ekki verða góð skipan mála að fá jafn sterkan ökuþór og Vettel í liðið til að aka við hlið Fernando Alonso. Mundi það raska jafnvæginu innan liðsins, sem Ferrari metur svo mikils. "Í dag eru ökumennirnir okkar ekki vandamál," sagði di Montezemolo við ítalska útvarpsstöð þegar orðrómurinn um Vettel var borinn undir hann. "Ég vil ekki hafa vandamál eða of mikið kapp milli ökuþóra liðsins. Við höfðum það ekki milli Schumacher og Irvine, Schumacher og Barrichello og heldur ekki milli Alonso og Massa." Felipe Massa er því hinn fullkomni ökuþór til að gegna hlutverki annars ökuþórs liðsins, hlutverk sem hann hefur annast nær alla sína tíð hjá Ferrari. Di Montezemolo segist ætla að ræða við Massa á næstunni og ráða um framtíð ökuþórsins.
Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira