Alfreð: Svekkjandi að skora ekki á undan Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. október 2012 21:33 mynd/vilhelm „Við gáfum allt í þetta og uppskárum ekki neitt að þessu sinni, það eru mikil vonbrigði," sagði Alfreð Finnbogason framherji Íslands eftir tapið gegn Sviss í kvöld. „Fyrri hálfleikur var mjög lokaður og ekki mikið að gerast. Við fáum eitt, tvö hálffæri en í seinni hálfeik finnst mér við vera með yfirhöndina þegar þeir skora. Það var mjög svekkjandi að við náum ekki að skora á undan þeim. Við fengum nokkur góð upphlaup og það sama má segja um seinna markið. Við fáum eitt, tvö færi en þetta er reynslu mikið lið sem kann að halda forystu," sagði Alfreð sem átti í fullu tré við Johan Djourou varnarmann Arsenal allan leikinn. „Ég hef reynt að bæta það í mínum leik að halda boltanum og láta finna fyrir mér og mér fannst það takast ágætlega í kvöld," sagði Alfreð en Diego Benaglio reyndist Íslandi erfiður í marki Sviss. „Þetta er flottur markmaður, hann átti líka stórleik gegn Noregi. Ég átti snöggt skot í fyrri hálfleik sem hann varði vel og svo varði hann líka vel frá Birki og öðrum." Ísland er með sex stig eftir fjóra leiki og er Alfreð ekki sáttur við það. „Maður vill alltaf meira en til að komast lengra þurfum við að vinna lið eins Slóveníu, Albaníu og Kýpur á heimavelli. Það eru þeir sigrar sem telja mest og ef við náum að kroppa einhver stig á útivelli þá telja þau líka mikið. „Spilamennskan okkar var góð. Þetta er ekki eins og stundum áður þegar við eigum góða kafla en töpum, við viljum ekki detta í þá klisju. Það voru góðir kaflar og við létum Sviss hafa mjög fyrir hlutunum." Alfreð sagði erfiðan leik í Albaínu ekkert hafa setið í liðinu. „Þeir léku líka erfiðan leik og það er engin afsökun. „Nú fara menn og reyna að standa sig með sínum félagsliðum. Landsliðið er bónus. Menn standa sig og verða vonandi í góðu formi í mars," sagði Alfreð að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
„Við gáfum allt í þetta og uppskárum ekki neitt að þessu sinni, það eru mikil vonbrigði," sagði Alfreð Finnbogason framherji Íslands eftir tapið gegn Sviss í kvöld. „Fyrri hálfleikur var mjög lokaður og ekki mikið að gerast. Við fáum eitt, tvö hálffæri en í seinni hálfeik finnst mér við vera með yfirhöndina þegar þeir skora. Það var mjög svekkjandi að við náum ekki að skora á undan þeim. Við fengum nokkur góð upphlaup og það sama má segja um seinna markið. Við fáum eitt, tvö færi en þetta er reynslu mikið lið sem kann að halda forystu," sagði Alfreð sem átti í fullu tré við Johan Djourou varnarmann Arsenal allan leikinn. „Ég hef reynt að bæta það í mínum leik að halda boltanum og láta finna fyrir mér og mér fannst það takast ágætlega í kvöld," sagði Alfreð en Diego Benaglio reyndist Íslandi erfiður í marki Sviss. „Þetta er flottur markmaður, hann átti líka stórleik gegn Noregi. Ég átti snöggt skot í fyrri hálfleik sem hann varði vel og svo varði hann líka vel frá Birki og öðrum." Ísland er með sex stig eftir fjóra leiki og er Alfreð ekki sáttur við það. „Maður vill alltaf meira en til að komast lengra þurfum við að vinna lið eins Slóveníu, Albaníu og Kýpur á heimavelli. Það eru þeir sigrar sem telja mest og ef við náum að kroppa einhver stig á útivelli þá telja þau líka mikið. „Spilamennskan okkar var góð. Þetta er ekki eins og stundum áður þegar við eigum góða kafla en töpum, við viljum ekki detta í þá klisju. Það voru góðir kaflar og við létum Sviss hafa mjög fyrir hlutunum." Alfreð sagði erfiðan leik í Albaínu ekkert hafa setið í liðinu. „Þeir léku líka erfiðan leik og það er engin afsökun. „Nú fara menn og reyna að standa sig með sínum félagsliðum. Landsliðið er bónus. Menn standa sig og verða vonandi í góðu formi í mars," sagði Alfreð að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira