Lönduðu 122 löxum í Stóru-Laxá 1. október 2012 19:47 Karl Logason, einnig þekktur sem Saxi, heldur hér á 100 sentímetra laxi sem veiddist í Stóru-Laxá í gær. Mynd / Sogsmenn Veiðiklúbburinn Sogsmenn lokaði svæði I og II í Stóru-Laxá um helgina með því að fá 47 laxa. "Þá er árlegri veislu í Stóru Laxá l-ll lokið þetta árið," segir á vef Sogsmanna. "Við félagarnir vorum svo heppnir að vera með lokahollið sem stóð fyllilega undir væntingum. Alls komu 47 laxar á land hjá okkur sem veiddust mjög víða á svæðinu." Stærsti laxinn um helgina mældist 100 sentímetra langur. Þeir Sogsmenn hafa nú farið í þrjá túra í Stóru-Laxá á rúmri viku. Tvisvar hafa þeir veitt á svæði I og II og einu sinni á svæði IV. Í þessum ferðum hafa þeir samtals náð 122 löxum. Eins og áður sagði fengu þeir 47 laxa nú um helgina á svæði I og II, þá lönduðu þeir 61 laxi á svæði I og II fyrir rúmri viku og 14 löxum á svæði IV í síðustu viku eins og greint var frá á Veiðivísi á föstudaginn. Sannarlega góð veiði hjá þeim félögum.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði
Veiðiklúbburinn Sogsmenn lokaði svæði I og II í Stóru-Laxá um helgina með því að fá 47 laxa. "Þá er árlegri veislu í Stóru Laxá l-ll lokið þetta árið," segir á vef Sogsmanna. "Við félagarnir vorum svo heppnir að vera með lokahollið sem stóð fyllilega undir væntingum. Alls komu 47 laxar á land hjá okkur sem veiddust mjög víða á svæðinu." Stærsti laxinn um helgina mældist 100 sentímetra langur. Þeir Sogsmenn hafa nú farið í þrjá túra í Stóru-Laxá á rúmri viku. Tvisvar hafa þeir veitt á svæði I og II og einu sinni á svæði IV. Í þessum ferðum hafa þeir samtals náð 122 löxum. Eins og áður sagði fengu þeir 47 laxa nú um helgina á svæði I og II, þá lönduðu þeir 61 laxi á svæði I og II fyrir rúmri viku og 14 löxum á svæði IV í síðustu viku eins og greint var frá á Veiðivísi á föstudaginn. Sannarlega góð veiði hjá þeim félögum.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði