Arfleifð Steve Jobs - Apple stærst allra 6. október 2012 14:03 Apple er nú stærsta fyrirtæki allra tíma. mynd/AFP Rúmt ár er liðið frá því að Steve Jobs, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Apple, hélt á vit forfeðra sinna. Margir óttuðust að fráfall hans myndi boða endalok þess mikla uppgangstíma sem tæknirisinn hafði gengið í gegnum síðustu ár. Þeim skjátlaðist. Frá því að Jobs féll frá, 5. október 2011, hefur Apple fest sig í sessi sem stærsta fyrirtæki veraldar enda hefur virði hlutabréfa félagsins rokið upp á síðustu mánuðum. Apple er nú stærsta fyrirtæki allra tíma. Þegar markaðir lokuðu í gær hafði virði hlutabréfa Apple hækkað um tvo þriðju frá því á sama tíma í fyrra.Hér má sjá þróun hlutabréfa í Apple, Google, Samsung og Microsoft á síðasta ári.mynd/DatastreamTim Cook, arftaki Steve Jobs, hefur samt sem áður gert ýmsar breytingar á rekstri Apple. Einna helst má nefna ákvörðun hans og stjórnarmanna Apple að greiða hluthöfum ársfjórðungslegan arð. Þetta gerðist síðast í árið 1995. Ráðstöfunarfé Apple nemur nú um 100 milljörðum dollara eða það sem nemur um 1.200 þúsund milljörðum íslenskra króna. Helstu keppinautar Apple, Google og Samsung, hafa að sama skapi háð hetjulega baráttu um yfirráð á spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðinum. Á einu ári hækkaði gengi Google um 50 prósent. Samsung var á svipuðu reiki. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rúmt ár er liðið frá því að Steve Jobs, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Apple, hélt á vit forfeðra sinna. Margir óttuðust að fráfall hans myndi boða endalok þess mikla uppgangstíma sem tæknirisinn hafði gengið í gegnum síðustu ár. Þeim skjátlaðist. Frá því að Jobs féll frá, 5. október 2011, hefur Apple fest sig í sessi sem stærsta fyrirtæki veraldar enda hefur virði hlutabréfa félagsins rokið upp á síðustu mánuðum. Apple er nú stærsta fyrirtæki allra tíma. Þegar markaðir lokuðu í gær hafði virði hlutabréfa Apple hækkað um tvo þriðju frá því á sama tíma í fyrra.Hér má sjá þróun hlutabréfa í Apple, Google, Samsung og Microsoft á síðasta ári.mynd/DatastreamTim Cook, arftaki Steve Jobs, hefur samt sem áður gert ýmsar breytingar á rekstri Apple. Einna helst má nefna ákvörðun hans og stjórnarmanna Apple að greiða hluthöfum ársfjórðungslegan arð. Þetta gerðist síðast í árið 1995. Ráðstöfunarfé Apple nemur nú um 100 milljörðum dollara eða það sem nemur um 1.200 þúsund milljörðum íslenskra króna. Helstu keppinautar Apple, Google og Samsung, hafa að sama skapi háð hetjulega baráttu um yfirráð á spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðinum. Á einu ári hækkaði gengi Google um 50 prósent. Samsung var á svipuðu reiki.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira