Viðskipti erlent

Sérfræðingur WSJ: Google hefur vinninginn í kortunum

Magnús Hallórsson skrifar
Samsung símar eru með Android stýrikerfinu frá Google.
Samsung símar eru með Android stýrikerfinu frá Google.
Walter S. Mossberg, sérfræðingur Wall Street Journal (WSJ) þegar kemur að tækni og tólum, segir að kortahugbúnaður Google, Google Maps, sé miklu öflugri en hjá öðrum þegar kemur að búnaði á snjallsímum. Sérstaklega segir hann þetta greinilegt á nýjum iphone 5 símunum frá Apple, þar sem er nýr kortahugbúnaður frá Apple, sem sé ekki næstum jafn góður og Google Maps búnaðurinn.

Hann segist hiklaust mæla með Android símum, fremur en i phone, ef fólk sé að hugsa um kortabúnaðinn sérstaklega.

Lesa má skrif Mossberg fyrir WSJ, um kortahugbúnað í símum, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×