Maldonado ætlar sækja stig í fyrsta sinn síðan á Spáni Birgir Þór Harðarson skrifar 22. september 2012 17:41 Maldonado fór í loftököstum um brautina í Singapúr í dag. Hann ræsir annar og vonast til að sækja sín fyrstu stig síðan í maí. nordicphotos/afp Pastor Maldonado, ökumaður Wiliams-liðsins, vonast til að sækja stig í singapúrska kappakstrinum á morgun. Hann hefur ekki fengið stig í heimsmeistarabaráttunni síðan hann vann spænska kappaksturinn í maí. Maldonado mun ræsa annar í kappakstrinum á eftir Lewis Hamilton. Hann hefur hins vegar verið mjög óheppinn og mistækur í mótum ársins. Aðeins í tvö skipti hefur hann sótt stig í ár. Fyrstu stigin komu kínverska kappakstrinum þegar hann endaði í áttunda sæti og sótti fjögur stig. Hann sigraði svo spænska kappaksturinn með glæsibrag og sótti 25 stig. Með samtals 29 stig er hann í 15. sæti í heimsmeistarakeppninni. Pastor hefur átt góða spretti í sumar en aldrei getað rekið smiðshöggið á úrslitin. Vélabilanir og ótrúlega misstögðug úrslit hafa gert útslagið. Brautin í Singapúr hentar Maldonado vel. Hann hefur beinskeittan akstursstíl sem hentar Pirelli-dekkjunum vel á brautinni sem er snúin og ótrúlega hröð. "Keppnisáætlunin verður að virka vel og maður verður að vera stöðugur í gegnum alla keppnina," sagði Maldonado eftir tímatökuna í dag. "Við vorum að bæta okkur, sérstaklega í tímatökunni og að reyna að laga bílinn að ökustíl mínum. Bíllinn var í náttúrulega góðu jafnvægi, sérstaklega í lotu tvö og þrjú." Liðsfélagi Maldonado, Bruno Senna, er ekki í eins sterkri stöðu fyrir kappaksturinn í Singapúr. Hann ræsir sautjándi. Senna hefur þó skilað jafnari úrslitum sem, þegar allt kemur til alls, skilar mönnum yfirleitt mun lengra. Fyrsta beygjan mikilvægLewis Hamilton og liðsstjórar hjá McLaren eru hræddir um að óhapp verði í fyrstu beygju í keppninni á morgun. Beygjan er þröng og leiðir ökumenn strax inn í aðra beygju þar sem bremsað er fyrir þriðju beygjuna. Ekki minnkar staða Maldonado á ráslínunni áhyggjur McLaren-manna enda hefur Williams-ökuþórinn gert margar heimskulegar skissur í sumar. Eftirminnilegast og afdrifaríkast var þegar Maldonado þjófstartaði í Belgíu og truflaði aðra ökumenn. Í kjölfarið varð slys í fyrstu beygju þar sem Fernando Alonso, Hamilton og Romain Grosjean urðu allir að hætta keppni. Sá síðast nefndi var dæmur í eins móts bann og keppti ekki á Ítalíu. "Ég er ánægður fyrir hönd Pastors," sagði Hamilton. "Hann hefur fengið að kenna á því sumar en er augljóslega mjög hæfileikaríkur. Ég vel ekki vera fyrir honum og hann vill örugglega ekki vera fyrir mér." "Svo framlarlega sem við náum góðri ræsingu ætti allt að ganga vel. Ég er viss um hann er meðvitaður um að hann hefur í kringum sig nokkra ökumenn sem berjast um titilinn. Þetta er spurning um allt eða ekkert. Hann ætti að reyna að ná í stig fyrir liðið sitt," sagði Hamilton. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Singapúr McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton ræsir fremstur í singapúrska kappakstrinum á morgun. Hann ók hraðast um götubrautina í Singapúr í tímatökum í dag. Pastor Maldonado á Williams var næst fljótastur. 22. september 2012 14:16 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Pastor Maldonado, ökumaður Wiliams-liðsins, vonast til að sækja stig í singapúrska kappakstrinum á morgun. Hann hefur ekki fengið stig í heimsmeistarabaráttunni síðan hann vann spænska kappaksturinn í maí. Maldonado mun ræsa annar í kappakstrinum á eftir Lewis Hamilton. Hann hefur hins vegar verið mjög óheppinn og mistækur í mótum ársins. Aðeins í tvö skipti hefur hann sótt stig í ár. Fyrstu stigin komu kínverska kappakstrinum þegar hann endaði í áttunda sæti og sótti fjögur stig. Hann sigraði svo spænska kappaksturinn með glæsibrag og sótti 25 stig. Með samtals 29 stig er hann í 15. sæti í heimsmeistarakeppninni. Pastor hefur átt góða spretti í sumar en aldrei getað rekið smiðshöggið á úrslitin. Vélabilanir og ótrúlega misstögðug úrslit hafa gert útslagið. Brautin í Singapúr hentar Maldonado vel. Hann hefur beinskeittan akstursstíl sem hentar Pirelli-dekkjunum vel á brautinni sem er snúin og ótrúlega hröð. "Keppnisáætlunin verður að virka vel og maður verður að vera stöðugur í gegnum alla keppnina," sagði Maldonado eftir tímatökuna í dag. "Við vorum að bæta okkur, sérstaklega í tímatökunni og að reyna að laga bílinn að ökustíl mínum. Bíllinn var í náttúrulega góðu jafnvægi, sérstaklega í lotu tvö og þrjú." Liðsfélagi Maldonado, Bruno Senna, er ekki í eins sterkri stöðu fyrir kappaksturinn í Singapúr. Hann ræsir sautjándi. Senna hefur þó skilað jafnari úrslitum sem, þegar allt kemur til alls, skilar mönnum yfirleitt mun lengra. Fyrsta beygjan mikilvægLewis Hamilton og liðsstjórar hjá McLaren eru hræddir um að óhapp verði í fyrstu beygju í keppninni á morgun. Beygjan er þröng og leiðir ökumenn strax inn í aðra beygju þar sem bremsað er fyrir þriðju beygjuna. Ekki minnkar staða Maldonado á ráslínunni áhyggjur McLaren-manna enda hefur Williams-ökuþórinn gert margar heimskulegar skissur í sumar. Eftirminnilegast og afdrifaríkast var þegar Maldonado þjófstartaði í Belgíu og truflaði aðra ökumenn. Í kjölfarið varð slys í fyrstu beygju þar sem Fernando Alonso, Hamilton og Romain Grosjean urðu allir að hætta keppni. Sá síðast nefndi var dæmur í eins móts bann og keppti ekki á Ítalíu. "Ég er ánægður fyrir hönd Pastors," sagði Hamilton. "Hann hefur fengið að kenna á því sumar en er augljóslega mjög hæfileikaríkur. Ég vel ekki vera fyrir honum og hann vill örugglega ekki vera fyrir mér." "Svo framlarlega sem við náum góðri ræsingu ætti allt að ganga vel. Ég er viss um hann er meðvitaður um að hann hefur í kringum sig nokkra ökumenn sem berjast um titilinn. Þetta er spurning um allt eða ekkert. Hann ætti að reyna að ná í stig fyrir liðið sitt," sagði Hamilton.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Singapúr McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton ræsir fremstur í singapúrska kappakstrinum á morgun. Hann ók hraðast um götubrautina í Singapúr í tímatökum í dag. Pastor Maldonado á Williams var næst fljótastur. 22. september 2012 14:16 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Singapúr McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton ræsir fremstur í singapúrska kappakstrinum á morgun. Hann ók hraðast um götubrautina í Singapúr í tímatökum í dag. Pastor Maldonado á Williams var næst fljótastur. 22. september 2012 14:16