Tiger "á bekknum“ í fyrsta sinn á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2012 08:52 Davis Love þriðji, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins í golfi, tók þá ákvörðun að hvíla Tiger Woods í fyrri keppni dagsins. Það er í fyrsta sinn á ferli Tigers að hann er settur „á bekkinn" í þessari keppni. Keppt verður í fjórmenningi á fyrri hluta dagsins og munu þeir Tiger og Steve Stricker þurfa að fylgjast með félögum sínum úr fjarska. Þeir töpuðu báðum sínum viðureignum í gær, fyrst gegn Ian Poulter og Justin Rose í fjórmenningi og svo fyrir þeim Nicolas Colsaerts og Lee Westwood í fjórleik - þrátt fyrir að Tiger hafði náð sjö fuglum á sínum bolta. „Ég held að Tiger þurfi hvíld og það sama á við um Steve," sagði Love við fjölmiðlamenn eftir að hann tilkynnti keppnisliðin. „Við þurfum á þeim að halda síðar í dag og á morgun." „Við vildum ekki að neinn kylfingur myndi þurfa að spila fimm viðureignir á þessum velli. Þetta er langur völlur og það yrði erfitt fyrir hvern sem er." Tiger er nú að keppa í sinni sjöundu Ryder-bikarkeppni en hefur þrátt fyrir sinn glæsilega feril tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið (þrettán sigrar, sextán töp, tvö jafntefli). Staðan eftir fyrsta keppnisdaginn er 5-3, Bandaríkjunum í vil. Hér eru viðureignir dagsins í fjórmenningi: Bubba Watson / Webb Simpson (USA) - Justin Rose / Ian Poulter (EVR) Phil Mickelson / Keegan Bradley (USA) - Lee Westwood / Luke Donald (EVR) Jason Dufner / Zach Johnson (USA) - Nicolas Colsaerts / Sergio Garcia (EVR) Jim Furyk / Brandt Snedeker (USA) - Rory McIlroy / Graeme McDowell (EVR) Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Davis Love þriðji, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins í golfi, tók þá ákvörðun að hvíla Tiger Woods í fyrri keppni dagsins. Það er í fyrsta sinn á ferli Tigers að hann er settur „á bekkinn" í þessari keppni. Keppt verður í fjórmenningi á fyrri hluta dagsins og munu þeir Tiger og Steve Stricker þurfa að fylgjast með félögum sínum úr fjarska. Þeir töpuðu báðum sínum viðureignum í gær, fyrst gegn Ian Poulter og Justin Rose í fjórmenningi og svo fyrir þeim Nicolas Colsaerts og Lee Westwood í fjórleik - þrátt fyrir að Tiger hafði náð sjö fuglum á sínum bolta. „Ég held að Tiger þurfi hvíld og það sama á við um Steve," sagði Love við fjölmiðlamenn eftir að hann tilkynnti keppnisliðin. „Við þurfum á þeim að halda síðar í dag og á morgun." „Við vildum ekki að neinn kylfingur myndi þurfa að spila fimm viðureignir á þessum velli. Þetta er langur völlur og það yrði erfitt fyrir hvern sem er." Tiger er nú að keppa í sinni sjöundu Ryder-bikarkeppni en hefur þrátt fyrir sinn glæsilega feril tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið (þrettán sigrar, sextán töp, tvö jafntefli). Staðan eftir fyrsta keppnisdaginn er 5-3, Bandaríkjunum í vil. Hér eru viðureignir dagsins í fjórmenningi: Bubba Watson / Webb Simpson (USA) - Justin Rose / Ian Poulter (EVR) Phil Mickelson / Keegan Bradley (USA) - Lee Westwood / Luke Donald (EVR) Jason Dufner / Zach Johnson (USA) - Nicolas Colsaerts / Sergio Garcia (EVR) Jim Furyk / Brandt Snedeker (USA) - Rory McIlroy / Graeme McDowell (EVR)
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira