Norður-Írinn Rory McIlroy er ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann keppi undir fána Írlands eða Bretlands fari svo að hann taki þátt á ÓL 2014 í Ríó. Þá verður golf aftur orðin Ólympíuíþrótt.
"Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um þetta mál eða hvort ég verði með. Auðvitað væri það mikill heiður að taka þátt á Ólympíuleikum," sagði Rory.
"Það eru fjögur ár í leikana og ég mun ekki taka neina ákvörðun á næstunni."
Keppendur frá Norður-Írlandi geta valið hvort þeir keppi fyrir Írland eða Bretland. McIlroy er alinn upp sem kaþólikki og viðurkennir að vera í viðkvæmri stöðu.
Í Ríó verða liðin 112 ár síðan golf var síðast Ólympíuíþrótt.
Rory og ÓL í Ríó: Ekki viss hvort hann keppi fyrir Írland eða Bretland
