Moody´s heldur lánshæfiseinkunn FIH bankans í ruslflokki 12. september 2012 06:49 Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokki. Slíkt eykur ekki líkurnar á að Seðlabanki Íslands endurheimti það sem eftir stendur af sölunni á FIH fyrir tveimur árum síðan. Eins og oft hefur komið fram seldi Seðlabankinn FIH bankann árið 2010 fyrir 5 milljarða danskra króna. Seðlabankinn fékk FIH bankann í hendur sem veð fyrir neyðarláni til Kaupþings korteri áður en Kaupþing fór í þrot haustið 2008. Tæpir 2 milljarðar danskra króna af verðinu voru staðgreiddir en afgangurinn var seljendalán sem er háð gengi FIH bankans til ársloka 2014. Það er skemmst frá því að segja að gengi FIH hefur verið afleitt síðan og er bankinn þegar búinn að afskrifa um 70% af seljendaláninu miðað við ársreikning sinn fyrir árið í fyrra. Í áliti Moody´s segir að þótt FIH bankanum hafi tekist að koma yfir 12 milljörðum danskra króna af fasteignalánum úr sínu bókhaldi og yfir í Bankasýslu Danmerkur séu útlitið ennþá dökkt fyrir bankann. Bjarne Graven bankastjóri FIH segir í samtali við börsen að Moody´s líti almennt neikvæðum augum á danska bankakerfið. Í því sambandi sjái Moody´s aðeins holurnar í ostinum. Graven segir að hlutverk stjórnar bankans sé nú að sýna að hann sé á réttri braut. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokki. Slíkt eykur ekki líkurnar á að Seðlabanki Íslands endurheimti það sem eftir stendur af sölunni á FIH fyrir tveimur árum síðan. Eins og oft hefur komið fram seldi Seðlabankinn FIH bankann árið 2010 fyrir 5 milljarða danskra króna. Seðlabankinn fékk FIH bankann í hendur sem veð fyrir neyðarláni til Kaupþings korteri áður en Kaupþing fór í þrot haustið 2008. Tæpir 2 milljarðar danskra króna af verðinu voru staðgreiddir en afgangurinn var seljendalán sem er háð gengi FIH bankans til ársloka 2014. Það er skemmst frá því að segja að gengi FIH hefur verið afleitt síðan og er bankinn þegar búinn að afskrifa um 70% af seljendaláninu miðað við ársreikning sinn fyrir árið í fyrra. Í áliti Moody´s segir að þótt FIH bankanum hafi tekist að koma yfir 12 milljörðum danskra króna af fasteignalánum úr sínu bókhaldi og yfir í Bankasýslu Danmerkur séu útlitið ennþá dökkt fyrir bankann. Bjarne Graven bankastjóri FIH segir í samtali við börsen að Moody´s líti almennt neikvæðum augum á danska bankakerfið. Í því sambandi sjái Moody´s aðeins holurnar í ostinum. Graven segir að hlutverk stjórnar bankans sé nú að sýna að hann sé á réttri braut.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira