Ragnar Már sigraði á Duke of York mótinu eftir bráðabana 13. september 2012 16:05 Ragnar Már Garðarsson náði frábærum árangri á Royal Troon vellinum. GSÍ Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, sigraði í dag á Duke of York mótinu sem fram fór á hinum þekkta Royal Troon vellinum í Skotlandi. Mótið er gríðarlega sterkt alþjóðlegt móti fyrir unga áhugakylfinga og hafði Ragnar betur á þriðju holu í bráðabana gegn þeim Max Orrin frá Englandi og Katja Pogacar frá Slóveníu, en á þessu móti keppa stúlkur og drengir í sameiginlegum flokki. Kylfingur.is greinir frá. Þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR sigraði árið 2010 en þá fór mótið fram á Royal St. George‘s á Englandi. Aðstæður á Royal Troon vellinum voru erfiðar alla þrjá keppnisdagana en Ragnar lék sinn besta hring í dag eða á 72 höggum sem er par vallarins. Hann fékk fugl á 16. og 17. braut sem varð til þess að hann komst í bráðbana um sigurinn. Ragnar Már var á dögunum valinn efnilegasti kylfingur landsins ásamt Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK á lokahófi Golfsambands Íslands. Ragnar varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 17-18 ára Kiðjabergsvelli í júlí og hann varð einnig stigameistari á Arion-bankamótaröð unglinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK tók einnig þátt á mótinu en hún endaði í 27.-30. sæti. Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, sigraði í dag á Duke of York mótinu sem fram fór á hinum þekkta Royal Troon vellinum í Skotlandi. Mótið er gríðarlega sterkt alþjóðlegt móti fyrir unga áhugakylfinga og hafði Ragnar betur á þriðju holu í bráðabana gegn þeim Max Orrin frá Englandi og Katja Pogacar frá Slóveníu, en á þessu móti keppa stúlkur og drengir í sameiginlegum flokki. Kylfingur.is greinir frá. Þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR sigraði árið 2010 en þá fór mótið fram á Royal St. George‘s á Englandi. Aðstæður á Royal Troon vellinum voru erfiðar alla þrjá keppnisdagana en Ragnar lék sinn besta hring í dag eða á 72 höggum sem er par vallarins. Hann fékk fugl á 16. og 17. braut sem varð til þess að hann komst í bráðbana um sigurinn. Ragnar Már var á dögunum valinn efnilegasti kylfingur landsins ásamt Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK á lokahófi Golfsambands Íslands. Ragnar varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 17-18 ára Kiðjabergsvelli í júlí og hann varð einnig stigameistari á Arion-bankamótaröð unglinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK tók einnig þátt á mótinu en hún endaði í 27.-30. sæti.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira