Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum 14. september 2012 06:00 Hrygna og hængur. Mynd / Trausti Hafliðason Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er greint frá því að veiðin í Dunká sé þegar orðin betri en í fyrra en félagið tók við ánni í ár. "Fyrir viku síðan voru komnir 108 laxar úr Dunká. Þetta er meiri veiði en í fyrra þegar að áin skilaði um 100 laxa veiði. Veitt er út mánuðinn í Dunknum og því nógur tími til stefnu," segir á vef SVFR. "Haustið er oft á tíðum drjúgt í smáánum í Dölunum og því von til þess að nokkuð bætist við veiðitölurnar. Enn eru laus holl í þessari skemmtilegu laxveiðiá á haustdögum." Svo virðist sem ágætis líf sé í Gljúfurá í Borgarfirði um þessar mundir. Á vef Stangaveiðifélagsins segir frá veiðimönnum sem voru komnir með átta laxa á hádegi í gær eftir tvær vaktir. Meirihluti þeirra var tekin á flugu. Ennfremur er greint frá því að veiði í Straumunum, ármótum Norðurár og Hvítár, sé lokið. "Fyrstu fréttir benda til þess að veiðin í sumar hafi verið góð, og sá mikli samdráttur sem var í veiði í Borgarfirðinum hafi ekki komið jafn illa niður á ármótasvæðunum Brennu og Straumum. Ef eitthvað er þá skila þessi tvö stuttu veiðisvæði líklegast einna bestu meðalveiði á stöng á landsvísu. Óstaðfestar fréttir eru að Straumarnir hafi skila hátt í 300 löxum á tvær dagsstangir í sumar," segir vef SVFR. Við þetta er því að bæta að 325 laxar voru komnir á land í Brennunni þann 5. september síðastliðinn.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði
Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er greint frá því að veiðin í Dunká sé þegar orðin betri en í fyrra en félagið tók við ánni í ár. "Fyrir viku síðan voru komnir 108 laxar úr Dunká. Þetta er meiri veiði en í fyrra þegar að áin skilaði um 100 laxa veiði. Veitt er út mánuðinn í Dunknum og því nógur tími til stefnu," segir á vef SVFR. "Haustið er oft á tíðum drjúgt í smáánum í Dölunum og því von til þess að nokkuð bætist við veiðitölurnar. Enn eru laus holl í þessari skemmtilegu laxveiðiá á haustdögum." Svo virðist sem ágætis líf sé í Gljúfurá í Borgarfirði um þessar mundir. Á vef Stangaveiðifélagsins segir frá veiðimönnum sem voru komnir með átta laxa á hádegi í gær eftir tvær vaktir. Meirihluti þeirra var tekin á flugu. Ennfremur er greint frá því að veiði í Straumunum, ármótum Norðurár og Hvítár, sé lokið. "Fyrstu fréttir benda til þess að veiðin í sumar hafi verið góð, og sá mikli samdráttur sem var í veiði í Borgarfirðinum hafi ekki komið jafn illa niður á ármótasvæðunum Brennu og Straumum. Ef eitthvað er þá skila þessi tvö stuttu veiðisvæði líklegast einna bestu meðalveiði á stöng á landsvísu. Óstaðfestar fréttir eru að Straumarnir hafi skila hátt í 300 löxum á tvær dagsstangir í sumar," segir vef SVFR. Við þetta er því að bæta að 325 laxar voru komnir á land í Brennunni þann 5. september síðastliðinn.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði