Eignarhlutir ríkisins tæplega 200 milljarða virði Magnús Halldórsson skrifar 16. september 2012 19:30 Íslenska ríkið á ríflega 80 prósent hlut í Landsbankanum. Eignarhlutir ríkisins í endurreistu bönkunum eru nú tæplega 200 milljarða króna virði, sé mið tekið af eiginfjárstöðu bankanna (innra virði). Ríkið hyggst selja eignarhluti í bönkunum á næstu árum, en halda þó enn eftir kjölfestuhlut í Landsbankanum. Eignasala ríkisins hefur oftar en ekki verið umdeild, og er skemmst að minnast sölu ríkisins á eignarhlutum sínum í Búnaðarbanknum og Landsbankanum, fyrir um áratug. Eftir hrun fjármálakerfisins og endurreisn þess, fyrir fjórum árum, eru stjórnvöld aftur farin að huga að því að selja hlut í bönkunum, þó endanleg tímasetning þess eða útfærsla liggi ekki fyrir. Fram hefur komið í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að hlutir ríkisins verði seldir í með það að leiðarljósi að hafa dreift eignarhald, og að ríki verði kjölfestueigandi í einum banka. Sé mið tekið af eiginfjárstöðu bankanna er ljóst að verðmæti hluta ríkisins í bönkunum er umtalsvert. Hlutur ríkisins í Landsbankanum er ríflega 172 milljarða króna virði, um 13 prósent hlutur í Arion banka er 16 milljarða króna virði og fimm prósent hlutur í Íslandsbanka tæplega sjö milljarða króna virði. Samtals nemur virði hlutann í endurreistu bönkunum þremur, því ríflega 195 milljörðum króna. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Eignarhlutir ríkisins í endurreistu bönkunum eru nú tæplega 200 milljarða króna virði, sé mið tekið af eiginfjárstöðu bankanna (innra virði). Ríkið hyggst selja eignarhluti í bönkunum á næstu árum, en halda þó enn eftir kjölfestuhlut í Landsbankanum. Eignasala ríkisins hefur oftar en ekki verið umdeild, og er skemmst að minnast sölu ríkisins á eignarhlutum sínum í Búnaðarbanknum og Landsbankanum, fyrir um áratug. Eftir hrun fjármálakerfisins og endurreisn þess, fyrir fjórum árum, eru stjórnvöld aftur farin að huga að því að selja hlut í bönkunum, þó endanleg tímasetning þess eða útfærsla liggi ekki fyrir. Fram hefur komið í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að hlutir ríkisins verði seldir í með það að leiðarljósi að hafa dreift eignarhald, og að ríki verði kjölfestueigandi í einum banka. Sé mið tekið af eiginfjárstöðu bankanna er ljóst að verðmæti hluta ríkisins í bönkunum er umtalsvert. Hlutur ríkisins í Landsbankanum er ríflega 172 milljarða króna virði, um 13 prósent hlutur í Arion banka er 16 milljarða króna virði og fimm prósent hlutur í Íslandsbanka tæplega sjö milljarða króna virði. Samtals nemur virði hlutann í endurreistu bönkunum þremur, því ríflega 195 milljörðum króna.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira