Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu ekki hærra í fjóra mánuði

Heimsmarkaðsverð á olíu er nú það hæsta sem það hefur verið undanfarna fjóra mánuði og reiknað er með að verðið haldist hátt áfram.

Ástæðan er tilkynning Ben Bernanke seðlabankastjóra Bandaríkjanna í síðustu viku um að bankinn myndi endurræsa prentvélar sínar og kaupa skudlabréf fyrir 40 milljarða dollara á mánuði í ótilgreindan tíma.

Tunnan af Brent olíunni kostar nú 117 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni stefnir í að rjúfa 100 dollara múrinn en verðið fór yfir 99 dollara í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×