Merkel styður áætlun Seðlabanka Evrópu Magnús Halldórsson skrifar 17. september 2012 15:44 Angela Merkel. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er ánægð með áætlun Seðlabanka Evrópu (SE) sem snýr að kaupum á ríkisskuldabréfum Evrópuþjóða sem eiga í vandræðum vegna mikilla skulda og hás vaxtaálags. Merkel sagði á blaðamannafundi í dag að hún efaðist ekki um að áætlun bankans væri vel undirbyggð og að lánafyrirgreiðsla bankans, með skuldabréfakaupunum, yrði ekki tapað fé að lokum, eins og margir hafa gagnrýnt bankann fyrir. Seðlabanki Evrópu sagði í yfirlýsingu á vaxtaákvörðunardegi fyrr í mánuðinum að bankinn ætlaði sér að koma skuldugum ríkjum Evrópu til hjálpar, ef þörf væri á, með lánveitingum. Á vefsíðu Wall Street Journal (WSJ) kemur fram að Merkel treysti Mario Draghi, forseta bankaráðs Seðlabanka Evrópu, fyllilega til þess að stýra starfi bankans. Draghi er virtur hagfræðingur með doktorspróf frá MIT, en hann hefur ekki sparað yfirlýsingarnar síðan hann tók við starfi sem bankastjóri, og segir að bankinn muni gera allt sem hann geti til þess að verja evruna. Sjá má umfjöllun WSJ um þessi mál, hér. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er ánægð með áætlun Seðlabanka Evrópu (SE) sem snýr að kaupum á ríkisskuldabréfum Evrópuþjóða sem eiga í vandræðum vegna mikilla skulda og hás vaxtaálags. Merkel sagði á blaðamannafundi í dag að hún efaðist ekki um að áætlun bankans væri vel undirbyggð og að lánafyrirgreiðsla bankans, með skuldabréfakaupunum, yrði ekki tapað fé að lokum, eins og margir hafa gagnrýnt bankann fyrir. Seðlabanki Evrópu sagði í yfirlýsingu á vaxtaákvörðunardegi fyrr í mánuðinum að bankinn ætlaði sér að koma skuldugum ríkjum Evrópu til hjálpar, ef þörf væri á, með lánveitingum. Á vefsíðu Wall Street Journal (WSJ) kemur fram að Merkel treysti Mario Draghi, forseta bankaráðs Seðlabanka Evrópu, fyllilega til þess að stýra starfi bankans. Draghi er virtur hagfræðingur með doktorspróf frá MIT, en hann hefur ekki sparað yfirlýsingarnar síðan hann tók við starfi sem bankastjóri, og segir að bankinn muni gera allt sem hann geti til þess að verja evruna. Sjá má umfjöllun WSJ um þessi mál, hér.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira