Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert 19. september 2012 06:32 Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að fram komi í frétt frá Reuters að ekki sé hægt að benda á aðrar skýringar á þessari lækkun en þá að olíuverðið hafi stigið of skart í síðustu viku og því hafi fjárfestar verið að leysa út hagnað. Í frétt Reuters er síðan bent á að hugsanlega hafi forrituð viðskipti fjárfestingasjóða í gegnum tölvur, sem oft eru framkvæmd með miklum hraða, spilað stórt hlutverk í lækkun verðsins nú rétt eins og í hækkuninni undanfarið. Í Morgunkorninu segir síðan að dágóð hækkun hafi verið á eldsneytisverði hér á landi upp á undanförnum vikum, og hefur eldsneytisverð ekki verið hærra síðan seint í apríl sl. Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú tæpar 262 krónur, en það var komið undir 246 krónur í júní. Nemur hækkunin á bensínlítranum þar með 6,5% frá því tímabili. Hækkunin er þó mun minni en verið hefur á tunnu á Brent á þessu sama tímabili, en í júní kostaði hún að jafnaði 95 dollara og hefur þar með hækkað um 20% frá þeim tíma. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að fram komi í frétt frá Reuters að ekki sé hægt að benda á aðrar skýringar á þessari lækkun en þá að olíuverðið hafi stigið of skart í síðustu viku og því hafi fjárfestar verið að leysa út hagnað. Í frétt Reuters er síðan bent á að hugsanlega hafi forrituð viðskipti fjárfestingasjóða í gegnum tölvur, sem oft eru framkvæmd með miklum hraða, spilað stórt hlutverk í lækkun verðsins nú rétt eins og í hækkuninni undanfarið. Í Morgunkorninu segir síðan að dágóð hækkun hafi verið á eldsneytisverði hér á landi upp á undanförnum vikum, og hefur eldsneytisverð ekki verið hærra síðan seint í apríl sl. Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú tæpar 262 krónur, en það var komið undir 246 krónur í júní. Nemur hækkunin á bensínlítranum þar með 6,5% frá því tímabili. Hækkunin er þó mun minni en verið hefur á tunnu á Brent á þessu sama tímabili, en í júní kostaði hún að jafnaði 95 dollara og hefur þar með hækkað um 20% frá þeim tíma.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira