Tinna með eitt högg í forskot eftir fyrsta hringinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2012 12:43 Tinna Jóhannsdóttir. Mynd/Ernir Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er með eitt högg í forkost eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Stelpurnar eru því á leiðinni út aftur á eftir. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í öðru sæti á sex höggum yfir pari og þriðja Keiliskonan, Signý Arnórsdóttir, er síðan í 3. sæti á átta höggum yfir pari. Tinna fékk einn fugl og fjóra skolla á hringnum en hún paraði sjö síðustu holurnar. Guðrún Brá var á parinu eftir fyrri níu en tapaði sex höggum á seinni níu holunum. Guðrún Brá fékk aftur á móti tvo fugla á fyrstu sjö holum dagsins. Hin fimmtán ára Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hefur verið að spila vel í dag og var um tíma í öðru sæti. Hún endaði hringinn með því að fá fugl á 18. holunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti verður hún einnig stigameistari.Staðan eftir 18 holur hjá konunum: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 3. Signý Arnórsdóttir, GK +8 4. Guðrún Pétursdóttir, GR +9 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +9 6. Karen Guðnadóttir, GS +11 6. Hansína Þorkelsdóttir, GKG +11 6. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +11 9. Heiða Guðnadóttir, GKJ +13 10. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK +14 Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er með eitt högg í forkost eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Stelpurnar eru því á leiðinni út aftur á eftir. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í öðru sæti á sex höggum yfir pari og þriðja Keiliskonan, Signý Arnórsdóttir, er síðan í 3. sæti á átta höggum yfir pari. Tinna fékk einn fugl og fjóra skolla á hringnum en hún paraði sjö síðustu holurnar. Guðrún Brá var á parinu eftir fyrri níu en tapaði sex höggum á seinni níu holunum. Guðrún Brá fékk aftur á móti tvo fugla á fyrstu sjö holum dagsins. Hin fimmtán ára Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hefur verið að spila vel í dag og var um tíma í öðru sæti. Hún endaði hringinn með því að fá fugl á 18. holunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti verður hún einnig stigameistari.Staðan eftir 18 holur hjá konunum: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 3. Signý Arnórsdóttir, GK +8 4. Guðrún Pétursdóttir, GR +9 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +9 6. Karen Guðnadóttir, GS +11 6. Hansína Þorkelsdóttir, GKG +11 6. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +11 9. Heiða Guðnadóttir, GKJ +13 10. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK +14
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira