Kristján Þór á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 18 holurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2012 13:39 Kristján Þór Einarsson. Mynd/GVA Keilismaðurinn Kristján Þór Einarsson er með tveggja högga forystu eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Strákarnir eru því á leiðinni út aftur á eftir. Kristján Þór er að spila mjög vel en hann lék fyrstu 18 holurnar á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Einar Haukur Óskarsson úr Keili er í öðru sæti á parinu og í 3. sætinu er Magnús Lárusson úr Kili á einu höggi yfir pari. Kristján Þór fékk fimm fugla á hringnum og einn af þremur skollum hans var á 18. holunni. Hann tapaði líka höggi á 2. og 11. holunni en annars var hann í feiknaformi. Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur er ekki með í mótinu því hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum.Staðan eftir 18 holur hjá körlunum: 1. Kristján Þór Einarsson, GK -2 2. Einar Haukur Óskarsson, GK Par 3. Magnús Lárusson, GKJ +1 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +2 4. Arnar Snær Hákonarson GR +2 6. Hlynur Geir Hjartarson, GOS +4 6. Kjartan Dór Kjartansson, GKG +4 6. Örvar Samúelsson, GA +4 6. Gísli Sveinbergsson, GK +4 10. Tryggvi Pétursson, GR +5 Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Keilismaðurinn Kristján Þór Einarsson er með tveggja högga forystu eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Strákarnir eru því á leiðinni út aftur á eftir. Kristján Þór er að spila mjög vel en hann lék fyrstu 18 holurnar á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Einar Haukur Óskarsson úr Keili er í öðru sæti á parinu og í 3. sætinu er Magnús Lárusson úr Kili á einu höggi yfir pari. Kristján Þór fékk fimm fugla á hringnum og einn af þremur skollum hans var á 18. holunni. Hann tapaði líka höggi á 2. og 11. holunni en annars var hann í feiknaformi. Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur er ekki með í mótinu því hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum.Staðan eftir 18 holur hjá körlunum: 1. Kristján Þór Einarsson, GK -2 2. Einar Haukur Óskarsson, GK Par 3. Magnús Lárusson, GKJ +1 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +2 4. Arnar Snær Hákonarson GR +2 6. Hlynur Geir Hjartarson, GOS +4 6. Kjartan Dór Kjartansson, GKG +4 6. Örvar Samúelsson, GA +4 6. Gísli Sveinbergsson, GK +4 10. Tryggvi Pétursson, GR +5
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira