Kristján og Tinna halda forystunni á Símamótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2012 19:13 Kristján Þór Einarsson. Mynd/GSÍmyndir.net Keilisfólkið Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir eru áfram efst eftir tvo hringi á Síma mótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli og er lokamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Bæði voru þau Kristján og Tinna með forustu eftir fyrstu 18 holurnar en alls voru spilaðar 36 holur í dag. Síðasti hringurinn fer síðan fram á morgun.Kristján Þór Einarsson lék tvo fyrstu hringina á 144 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er með tveggja högga forskot á Hlyn Geir Hjartarson úr GOS sem er í öðru sætinu. Þrír eru svo jafnir í 3. til 5. sæti en það eru þeir Magnús Lárusson, Einar Haukur Óskarsson og Fannar Ingi Steingrímsson. Hlynur Geir er í góðri stöðu til að tryggja sér stigameistaratitilinn þar sem að Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili og efsti maður á stigalista karla keppir ekki á lokamótinu. Hlynur var í 2. sæti á stigalistanum og fær mesta samkeppnina frá þeim Þórði Rafni Gissurarsyni úr GR og Rúnari Arnórssyni úr GK í baráttunni um stigameistaratitilinn. Bjarki Pétursson úr GB lék best á öðrum hring en hann lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann bætti sig um tíu högg frá því á fyrsta hring og lyfti sér upp í 5.-6. sæti. Aðstæður voru erfiðar í dag en talsverð rigning gerði kylfingum erfitt fyrir. Lokahringurinn fer fram á morgun.Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn. Tinna er samtals á 150 höggum í dag eða átta höggum yfir pari eftir 36 holur sem leiknar voru í dag. Tinna lék fyrri hring dagsins á 76 höggum og síðari hringinn á 74 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í öðru sæti á samtals 155 höggum eftir að hafa leikið á 80 og 75 höggum í dag. Signý Arnórsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á 156 höggum og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í fjórða sæti á 157 höggum.Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Kristján Þór Einarsson, GK 69-75=144 +2 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 75-71=146 +4 3.-4. Magnús Lárusson, GKJ 72-75=147 +5 3.-4. Einar Haukur Óskarsson, GK 71-76=147 +5 5.-6. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73-75=148 +6 5.-6. Bjarki Pétursson, GB 79-69=148 +6 7. Kjartan Dór Kjartansson, GKG 75-74=149 +7 8. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 76-74=150 +8 9.-11. Andri Már Óskarsson, GHR 78-74=152 +10 9.-11. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 78-74=152 +10 9.-11. Birgir Guðjónsson, GR 80-72=152 +10Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 76-74=150 +8 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 80-75=155 +13 3. Signý Arnórsdóttir, GK 79-77=156 +14 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 77-80=157 +15 5. Karen Guðnadóttir, GS 82-77=159 +17 6. Guðrún Pétursdóttir, GR 80-82=162 +20 7.-9. Heiða Guðnadóttir, GKJ 84-86=170 +28 7.-9. Hansína Þorkelsdóttir, GKG 82-88=170 +28 7.-9.Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 85-85=170 +28 10.-11. Ingunn Einarsdóttir, GKG 90-82=172 +30 10.-11. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK 85-87=172 +30 Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Keilisfólkið Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir eru áfram efst eftir tvo hringi á Síma mótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli og er lokamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Bæði voru þau Kristján og Tinna með forustu eftir fyrstu 18 holurnar en alls voru spilaðar 36 holur í dag. Síðasti hringurinn fer síðan fram á morgun.Kristján Þór Einarsson lék tvo fyrstu hringina á 144 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er með tveggja högga forskot á Hlyn Geir Hjartarson úr GOS sem er í öðru sætinu. Þrír eru svo jafnir í 3. til 5. sæti en það eru þeir Magnús Lárusson, Einar Haukur Óskarsson og Fannar Ingi Steingrímsson. Hlynur Geir er í góðri stöðu til að tryggja sér stigameistaratitilinn þar sem að Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili og efsti maður á stigalista karla keppir ekki á lokamótinu. Hlynur var í 2. sæti á stigalistanum og fær mesta samkeppnina frá þeim Þórði Rafni Gissurarsyni úr GR og Rúnari Arnórssyni úr GK í baráttunni um stigameistaratitilinn. Bjarki Pétursson úr GB lék best á öðrum hring en hann lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann bætti sig um tíu högg frá því á fyrsta hring og lyfti sér upp í 5.-6. sæti. Aðstæður voru erfiðar í dag en talsverð rigning gerði kylfingum erfitt fyrir. Lokahringurinn fer fram á morgun.Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn. Tinna er samtals á 150 höggum í dag eða átta höggum yfir pari eftir 36 holur sem leiknar voru í dag. Tinna lék fyrri hring dagsins á 76 höggum og síðari hringinn á 74 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í öðru sæti á samtals 155 höggum eftir að hafa leikið á 80 og 75 höggum í dag. Signý Arnórsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á 156 höggum og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í fjórða sæti á 157 höggum.Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Kristján Þór Einarsson, GK 69-75=144 +2 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 75-71=146 +4 3.-4. Magnús Lárusson, GKJ 72-75=147 +5 3.-4. Einar Haukur Óskarsson, GK 71-76=147 +5 5.-6. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73-75=148 +6 5.-6. Bjarki Pétursson, GB 79-69=148 +6 7. Kjartan Dór Kjartansson, GKG 75-74=149 +7 8. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 76-74=150 +8 9.-11. Andri Már Óskarsson, GHR 78-74=152 +10 9.-11. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 78-74=152 +10 9.-11. Birgir Guðjónsson, GR 80-72=152 +10Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 76-74=150 +8 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 80-75=155 +13 3. Signý Arnórsdóttir, GK 79-77=156 +14 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 77-80=157 +15 5. Karen Guðnadóttir, GS 82-77=159 +17 6. Guðrún Pétursdóttir, GR 80-82=162 +20 7.-9. Heiða Guðnadóttir, GKJ 84-86=170 +28 7.-9. Hansína Þorkelsdóttir, GKG 82-88=170 +28 7.-9.Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 85-85=170 +28 10.-11. Ingunn Einarsdóttir, GKG 90-82=172 +30 10.-11. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK 85-87=172 +30
Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira