Kallar eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna 2. september 2012 12:17 Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD tekur undir og gagnrýnir Seðlabanka Evrópu fyrir að gera ekki nóg vegna fjármalakrísunnar og til að treysta stoðir evrunnar sem gjaldmiðils. Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Seðlabanki Evrópu verði að gera meira til að leysa skuldavandann á evrusvæðinu og treysta stoðir evrunnar sem myntar. Gurria lét þessi orð falla á ráðstefnu í Slóveníu í gær, en það er Reuters sem greinir frá. Gurria sagði að það væri ekki nóg að hafa björgunarsjóðina tvo sem eru notaðir til að aðstoða skuldsett ríki á evrusvæðinu, Seðlabanki Evrópu yrði að grípa inn í. Framtíð fjármálakerfisins í Evrópu væri í húfi og ekki ætti að stofna evrunni í hættu. Gurria sagði að Seðlabankinn ætti í raun strax að hefja kaup á ríkisskuldabréfum á evrusvæðinu í miklum mæli. European Financial Stability Facility og European Stability Mechanism, ESM, eru sjóðirnir tveir sem notaðir eru, en þýski stjórnlagadómstóllinn á að skera úr um lögmæti ESM hinn 12. september næstkomandi eftir að Bundestag, þýska þjóðþingið samþykkti lög um sjóðinn í júní. Margir hafa spáð því að ef dómstóllinn teli lögin um sjóðinn andstæð þýsku stjórnarskránni þýði það endalok sjóðsins. Gurria sagði jafnframt á ráðstefnunni í Slóveníu að hann hefði enga trú á því að evrusamstarfið myndi brotna upp með útgöngu einhverra ríkja, eins og Grikklands eða Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna á evrusvæðinu og eyða óvissu um framtíð evrunnar sem myntar. Rajoy sagði í viðtali við þýska dagblaðið Bild í gær að það yrði að laga þá stöðu sem væri uppi á evrusvæðinu, sem fæli í sér að sum ríki fjármögnuðu sig með neikvæðum vöxtum á meðan önnur þyrftu að þola gífurlega háa vexti á ríkisskuldabréf sín, eins og Spánn. Staðan væri ósjálfbær til framtíðar. Fjárfestar virðast ekki hafa trú á þeim björgunaraðgerðum sem ráðist hefur verið í til handa Spáni því ávöxtunarkrafa á spænsk ríkisskuldabréf er nú 7 prósent og náði hámarki fyrr í sumar þegar hún var nálægt 8 prósentum. Rajoy sagði við Bild að að eyða yrði óvissu um evruna, en hrósaði Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir vinnu hennar við að takast á við fjármálakrísuna. Merkel mun sækja Spán heim í vikunni þegar hún fer í opinbera heimsókn til höfuðborgarinnar Madríd. Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD tekur undir og gagnrýnir Seðlabanka Evrópu fyrir að gera ekki nóg vegna fjármalakrísunnar og til að treysta stoðir evrunnar sem gjaldmiðils. Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Seðlabanki Evrópu verði að gera meira til að leysa skuldavandann á evrusvæðinu og treysta stoðir evrunnar sem myntar. Gurria lét þessi orð falla á ráðstefnu í Slóveníu í gær, en það er Reuters sem greinir frá. Gurria sagði að það væri ekki nóg að hafa björgunarsjóðina tvo sem eru notaðir til að aðstoða skuldsett ríki á evrusvæðinu, Seðlabanki Evrópu yrði að grípa inn í. Framtíð fjármálakerfisins í Evrópu væri í húfi og ekki ætti að stofna evrunni í hættu. Gurria sagði að Seðlabankinn ætti í raun strax að hefja kaup á ríkisskuldabréfum á evrusvæðinu í miklum mæli. European Financial Stability Facility og European Stability Mechanism, ESM, eru sjóðirnir tveir sem notaðir eru, en þýski stjórnlagadómstóllinn á að skera úr um lögmæti ESM hinn 12. september næstkomandi eftir að Bundestag, þýska þjóðþingið samþykkti lög um sjóðinn í júní. Margir hafa spáð því að ef dómstóllinn teli lögin um sjóðinn andstæð þýsku stjórnarskránni þýði það endalok sjóðsins. Gurria sagði jafnframt á ráðstefnunni í Slóveníu að hann hefði enga trú á því að evrusamstarfið myndi brotna upp með útgöngu einhverra ríkja, eins og Grikklands eða Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna á evrusvæðinu og eyða óvissu um framtíð evrunnar sem myntar. Rajoy sagði í viðtali við þýska dagblaðið Bild í gær að það yrði að laga þá stöðu sem væri uppi á evrusvæðinu, sem fæli í sér að sum ríki fjármögnuðu sig með neikvæðum vöxtum á meðan önnur þyrftu að þola gífurlega háa vexti á ríkisskuldabréf sín, eins og Spánn. Staðan væri ósjálfbær til framtíðar. Fjárfestar virðast ekki hafa trú á þeim björgunaraðgerðum sem ráðist hefur verið í til handa Spáni því ávöxtunarkrafa á spænsk ríkisskuldabréf er nú 7 prósent og náði hámarki fyrr í sumar þegar hún var nálægt 8 prósentum. Rajoy sagði við Bild að að eyða yrði óvissu um evruna, en hrósaði Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir vinnu hennar við að takast á við fjármálakrísuna. Merkel mun sækja Spán heim í vikunni þegar hún fer í opinbera heimsókn til höfuðborgarinnar Madríd.
Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira