Einar Haukur Óskarsson úr Keili lagði Kristján Þór Einarsson úr Keili í bráðabana um sigurinn í karlaflokki á Símamótinu sem lauk í dag en mótið var það síðasta á Eimskipsmótaröðinni í golfi í ár.
Einar Haukur og Kristján Þór urðu jafnir á samtals þremur höggum yfir pari og léku því bráðabana. 18. holan var leikin í þrígang áður en Einar Haukur tryggði sér sigurinn.
Hlynur Geir Hjartarson úr GOS og Magnús Lárusson úr GKJ urðu jafnir í þriðja sæti á sex höggum yfir pari. Sá árangur nægði Hlyni Geir til þess að tryggja sér stigameistaratitilinn.
Haraldur Franklín Magnússon var efstur fyrir lokamótið um helgina. Hann er hins vegar haldin til Bandaríkjanna til náms og keppti ekki um helgina. Það nýtti Hlynur Geir sér vel og fagnaði stigameistaratitlinum.
Einar Haukur vann lokamótið | Hlynur Geir stigameistari

Tengdar fréttir

Signý tryggði sér stigameistaratitilinn
Signý Arnórsdóttir úr Keili tryggði sér í dag stigameistaratitilinn í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni í golfi.

Tinna hafði sigur í Grafarholtinu
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sigraði kvennaflokki á Símamótinu í golfi en keppt var í Grafarholti. Mótið var það síðasta á Eimskipsmótaröðinni í sumar.