Norðmenn ætla ekki að bora í Norðurpólinn Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2012 05:00 Jens Stoltenberg forsætisráðherra: Slær á fingur olíu- og orkumálaráðherrans. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði í viðtali við Stavanger Aftenblad að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn. Yfirlýsingin vakti hörð viðbrögð náttúruverndarsamtaka og ólgu innan Vinstri sósíalista, en þaðan kemur umhverfisráðherrann Bård Vegar Solhjell. Frederic Hauge, leiðtogi Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, sagði að hann gæti ekki hvatt neinn til að styðja Vinstri sósíalista ef flokkurinn lýsti því ekki yfir að hann myndi ekki sitja í ríkisstjórn sem opnaði á olíuleit á Norðurskautinu. Umhverfisráðherrann lýsti því þá yfir að olíumálaráðherrann gæti gleymt því að láta sig dreyma um boranir á pólnum. „Vinstri sósalistar vilja ekki vera hluti af ríkisstjórn sem borar eða leitar eftir olíu á svæðum í kringum Norðurskautið. Það er ekki rauðgræn pólitík," sagði umhverfisráðherrann. Leiðtogi Bellona krafði þá forsætisráðherrann um skýr svör við því hvor væri stefna ríkisstjórnarinnar í málinu; sú sem olíumálaráðherrann lýsti eða sú sem umhverfisráðherrann lýsti. Svarið er nú komið frá Jens Stoltenberg, sem sagði í viðtali við Verdens Gang: Stefna ríkisstjórnarinnar í olíumálum er skýr og felur ekki í sér að leyfðar verði olíuboranir á Norðurskautinu. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði í viðtali við Stavanger Aftenblad að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn. Yfirlýsingin vakti hörð viðbrögð náttúruverndarsamtaka og ólgu innan Vinstri sósíalista, en þaðan kemur umhverfisráðherrann Bård Vegar Solhjell. Frederic Hauge, leiðtogi Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, sagði að hann gæti ekki hvatt neinn til að styðja Vinstri sósíalista ef flokkurinn lýsti því ekki yfir að hann myndi ekki sitja í ríkisstjórn sem opnaði á olíuleit á Norðurskautinu. Umhverfisráðherrann lýsti því þá yfir að olíumálaráðherrann gæti gleymt því að láta sig dreyma um boranir á pólnum. „Vinstri sósalistar vilja ekki vera hluti af ríkisstjórn sem borar eða leitar eftir olíu á svæðum í kringum Norðurskautið. Það er ekki rauðgræn pólitík," sagði umhverfisráðherrann. Leiðtogi Bellona krafði þá forsætisráðherrann um skýr svör við því hvor væri stefna ríkisstjórnarinnar í málinu; sú sem olíumálaráðherrann lýsti eða sú sem umhverfisráðherrann lýsti. Svarið er nú komið frá Jens Stoltenberg, sem sagði í viðtali við Verdens Gang: Stefna ríkisstjórnarinnar í olíumálum er skýr og felur ekki í sér að leyfðar verði olíuboranir á Norðurskautinu.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira