Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Traust Hafliðason skrifar 9. september 2012 14:20 Veiðimaður kastar flugu á veiðistað númer 5 í Affallinu. Mynd / Trausti Hafliðason Veiði í Affallinu í Landaeyjum hefur verið mjög góð í sumar. Hollið sem lauk veiði í hádeginu í gær veiddi 11 fiska þar af einn 85 sentímetra lax. Hollið þar á undan veiddi 14 laxa. Á miðvikudagskvöldið höfðu alls 373 laxar veiðst í Affallinu. Eftir fína veiði síðustu daga er ljóst að Affallið er að detta í 400 laxa sem er prýðileg veiði. Allt stefnir í að hún verði betri en í fyrra en þá var heildarveiðin 476 laxar. Hollið sem lauk veiði í hádeginu í gær veiddi 10 laxa og einn sjóbirting. Níu af þessum fiskum tóku flugu en tveir maðk.Laxarnir voru flestir um 60 sentímetra langir en þó veiddist einn sem mældist 85 sentímetrar. Það var vel haldinn hængur og eftir því sem Veiðivísir kemst næst, stærsti lax sumarsins í Affallinu. Laxarnir veiddust allir á merktum veiðistöðum en á ómerktum stað veiddist 65 sentímetra sjóbirtingur. Hann veiddist tiltölulega ofarlega í ánni, eða um 50 metrum fyrir ofan veiðistað númer 23. Sjóbirtingurinn, var líkt og stórlaxinn, mjög vænn og vel haldinn.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði
Veiði í Affallinu í Landaeyjum hefur verið mjög góð í sumar. Hollið sem lauk veiði í hádeginu í gær veiddi 11 fiska þar af einn 85 sentímetra lax. Hollið þar á undan veiddi 14 laxa. Á miðvikudagskvöldið höfðu alls 373 laxar veiðst í Affallinu. Eftir fína veiði síðustu daga er ljóst að Affallið er að detta í 400 laxa sem er prýðileg veiði. Allt stefnir í að hún verði betri en í fyrra en þá var heildarveiðin 476 laxar. Hollið sem lauk veiði í hádeginu í gær veiddi 10 laxa og einn sjóbirting. Níu af þessum fiskum tóku flugu en tveir maðk.Laxarnir voru flestir um 60 sentímetra langir en þó veiddist einn sem mældist 85 sentímetrar. Það var vel haldinn hængur og eftir því sem Veiðivísir kemst næst, stærsti lax sumarsins í Affallinu. Laxarnir veiddust allir á merktum veiðistöðum en á ómerktum stað veiddist 65 sentímetra sjóbirtingur. Hann veiddist tiltölulega ofarlega í ánni, eða um 50 metrum fyrir ofan veiðistað númer 23. Sjóbirtingurinn, var líkt og stórlaxinn, mjög vænn og vel haldinn.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði