Samsung gefur ekkert eftir - kynnir nýja vörulínu 30. ágúst 2012 11:02 Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu vörulínu sína á IFA tækniráðstefnunni í Berlín í gær. Enginn uppgjafartónn er í Samsung, þrátt fyrir slæma niðurstöðu í dómsmáli gegn Apple á dögunum. Samsung hefur lengi vel verið þekkt fyrir tilraunastarfsemi og að fara ótroðnar slóðir. Þetta sannaðist í gær þegar fyrirtækið opinberaði stafræna myndavél sem knúin er af Android-stýrikerfinu, Windows 8 snjallsíma og spjaldtölvu sem knúin er af sérhannaðri útgáfu Windows 8 stýrikerfisins. Þá var einnig ný útgáfa af Galaxy Note kynnt til sögunnar — svokallað snjallbretti — sem er stærri en flestir snjallsímar og minni en nær allar spjaldtölvur.Snjallbretti. Uppfærð útgáfa af Galaxy Note var kynnt í gær.mynd/AFPÞetta eru fyrstu vörurnar sem Samsung kynnir til leiks eftir að fyrirtækið var sektað um milljarð dollara fyrir að hafa brotið á lögum um hugverkavernd. Upphæðin nemur tæpum 123 milljörðum íslenskra króna. Líklegt þykir að Samsung muni áfrýja dóminum. Þá hefur Apple farið fram á lögbann á nokkrum snjallsímum Samsung í Bandaríkjunum. Það skiptir því miklu máli fyrir Samsung að halda í viðskiptavini sína — nýjar og framúrstefnulegar vörur skipta sköpum í þeim efnum. Samsung er nú fyrst farið að finna fyrir raunverulegum áhrifum dómsins. Markaðsvirði fyrirtækisins hrundi þegar markaðir opnuðu á mánudaginn. Þá hefur vefsíðan Gazelle, sem selur notaða farsíma, greint frá því að 50 prósenta aukning hafi orðið í seldum Samsung snjallsímum í þessari viku.Hægt er að sjá myndband frá kynningu Galaxy Note 2 hér fyrir ofan. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu vörulínu sína á IFA tækniráðstefnunni í Berlín í gær. Enginn uppgjafartónn er í Samsung, þrátt fyrir slæma niðurstöðu í dómsmáli gegn Apple á dögunum. Samsung hefur lengi vel verið þekkt fyrir tilraunastarfsemi og að fara ótroðnar slóðir. Þetta sannaðist í gær þegar fyrirtækið opinberaði stafræna myndavél sem knúin er af Android-stýrikerfinu, Windows 8 snjallsíma og spjaldtölvu sem knúin er af sérhannaðri útgáfu Windows 8 stýrikerfisins. Þá var einnig ný útgáfa af Galaxy Note kynnt til sögunnar — svokallað snjallbretti — sem er stærri en flestir snjallsímar og minni en nær allar spjaldtölvur.Snjallbretti. Uppfærð útgáfa af Galaxy Note var kynnt í gær.mynd/AFPÞetta eru fyrstu vörurnar sem Samsung kynnir til leiks eftir að fyrirtækið var sektað um milljarð dollara fyrir að hafa brotið á lögum um hugverkavernd. Upphæðin nemur tæpum 123 milljörðum íslenskra króna. Líklegt þykir að Samsung muni áfrýja dóminum. Þá hefur Apple farið fram á lögbann á nokkrum snjallsímum Samsung í Bandaríkjunum. Það skiptir því miklu máli fyrir Samsung að halda í viðskiptavini sína — nýjar og framúrstefnulegar vörur skipta sköpum í þeim efnum. Samsung er nú fyrst farið að finna fyrir raunverulegum áhrifum dómsins. Markaðsvirði fyrirtækisins hrundi þegar markaðir opnuðu á mánudaginn. Þá hefur vefsíðan Gazelle, sem selur notaða farsíma, greint frá því að 50 prósenta aukning hafi orðið í seldum Samsung snjallsímum í þessari viku.Hægt er að sjá myndband frá kynningu Galaxy Note 2 hér fyrir ofan.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira