Afrekskylfingar berjast um stigameistaratitla á Síma-mótinu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 31. ágúst 2012 00:01 Hlynur Geir Hjartarson varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni árið 2010 og einnig árið 2008. Lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Síma-mótið, fer fram á Grafarholtsvelli í Reykjavík um helgina og hefst keppni á laugardaginn. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur á laugardeginum. Góð þátttaka er í mótinu og 11 af alls 20 efstu á stigalistanum í karlaflokki eru á meðal keppenda. Hámarksfjöldi keppenda er 84 kylfingar og hefur myndast biðlisti inn í mótið hjá körlunum. Hörð barátta er um stigameistaratitilinn hjá bæði körlum og konum. Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur verður hins vegar ekki með í mótinu um helgina en hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum. Í kvennaflokki verður baráttan um stigameistaratitilinn á milli Signýjar Arnórsdóttur og Guðrúnar Brá Björgvinsdóttur, báðar úr Keili. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti þar verður hún einnig stigameistari. Lifandi skor verður frá Síma mótinu á Grafarholtsvelli um helgina og skor kylfinga skrásett á þriggja holu fresti.Stigalisti karla á Eimskipsmótaröðinni: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR 5266.43 stig 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS, 5157.50 stig 3. Andri Þór Björnsson, GR, 4307.50 stig 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR, 4282.50 stig 5. Rúnar Arnórsson, GK 3882.50 stigStigalisti kvenna á Eimskipsmótaröðinni: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 6002.50 stig 2. Signý Arnórsdóttir, GK 5892.50 stig 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 5241.25 stig 4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 4118.75 stig 5. Tinna Jóhannsdóttir, GK 3975.00 stig Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Síma-mótið, fer fram á Grafarholtsvelli í Reykjavík um helgina og hefst keppni á laugardaginn. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur á laugardeginum. Góð þátttaka er í mótinu og 11 af alls 20 efstu á stigalistanum í karlaflokki eru á meðal keppenda. Hámarksfjöldi keppenda er 84 kylfingar og hefur myndast biðlisti inn í mótið hjá körlunum. Hörð barátta er um stigameistaratitilinn hjá bæði körlum og konum. Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur verður hins vegar ekki með í mótinu um helgina en hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum. Í kvennaflokki verður baráttan um stigameistaratitilinn á milli Signýjar Arnórsdóttur og Guðrúnar Brá Björgvinsdóttur, báðar úr Keili. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti þar verður hún einnig stigameistari. Lifandi skor verður frá Síma mótinu á Grafarholtsvelli um helgina og skor kylfinga skrásett á þriggja holu fresti.Stigalisti karla á Eimskipsmótaröðinni: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR 5266.43 stig 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS, 5157.50 stig 3. Andri Þór Björnsson, GR, 4307.50 stig 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR, 4282.50 stig 5. Rúnar Arnórsson, GK 3882.50 stigStigalisti kvenna á Eimskipsmótaröðinni: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 6002.50 stig 2. Signý Arnórsdóttir, GK 5892.50 stig 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 5241.25 stig 4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 4118.75 stig 5. Tinna Jóhannsdóttir, GK 3975.00 stig
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira