Djúpið og Stóra-Laxá: Spennandi kostir í haustveiðinni 24. ágúst 2012 12:00 Arnór Ísfjörð með 95 sentímetra dreka í Langadalsá. Mynd/Lax-a.is Rólegt hefur verið yfir veiðinni í ánum við Ísafjarðardjúp, Laugardalsá er með um 140 laxa, Langadalsá með um 120 laxa og Hvannadalsá með um 80 laxa samkvæmt síðustu fréttum.Þó veiðin sé vissulega ekki góð fyrir vestan, þá er hún ekki lakari en gengur og gerist um allt land þetta sumarið. Í frétt af heimasíðu Lax-ár segir að síðustu veiðimenn í Hvannadal sáu laxa nokkuð víða í ánni, þó ekki væri um bunka af fiski að ræða, og voru víða mjög vænir fiskar í bland við þá smærri. Seinni stóri straumur í ágúst var nú fyrir 2 dögum og því von á að það bætist við slatti af laxi og eins er ekki loku fyrir það skotið að stórstreymi í september skili einhverju líka. Sett verða inn tilboð í Langadalsá og Hvannadalsá á www.agn.is á allra næstu dögum, að sögn Lax-ármanna. Hvað gerir Stóra Laxá í september? Ekki hafa margar fréttir borist frá Stóru Laxá í Hreppum, en eins og kunnugt er þá er ekki langt í að þaðan berist árvissar mokfréttir; ef af líkum lætur allavega. Á vef Lax-ár segir að ágætis kropp hafi verið á svæði 1&2 en þriggja daga holl var með 6 laxa; þeir veiðimenn sáu laxa víða um svæðið, þeir voru legnir og tregir til. Menn bíða því í ofvæni eftir nýjum göngum en í lok ágúst undanfarin ár hafa risagöngur smellt sér inn í Stóru og veiðin í september verið ævintýri líkust. Núna er heildarveiðin af svæði 1&2 um 140 laxar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði
Rólegt hefur verið yfir veiðinni í ánum við Ísafjarðardjúp, Laugardalsá er með um 140 laxa, Langadalsá með um 120 laxa og Hvannadalsá með um 80 laxa samkvæmt síðustu fréttum.Þó veiðin sé vissulega ekki góð fyrir vestan, þá er hún ekki lakari en gengur og gerist um allt land þetta sumarið. Í frétt af heimasíðu Lax-ár segir að síðustu veiðimenn í Hvannadal sáu laxa nokkuð víða í ánni, þó ekki væri um bunka af fiski að ræða, og voru víða mjög vænir fiskar í bland við þá smærri. Seinni stóri straumur í ágúst var nú fyrir 2 dögum og því von á að það bætist við slatti af laxi og eins er ekki loku fyrir það skotið að stórstreymi í september skili einhverju líka. Sett verða inn tilboð í Langadalsá og Hvannadalsá á www.agn.is á allra næstu dögum, að sögn Lax-ármanna. Hvað gerir Stóra Laxá í september? Ekki hafa margar fréttir borist frá Stóru Laxá í Hreppum, en eins og kunnugt er þá er ekki langt í að þaðan berist árvissar mokfréttir; ef af líkum lætur allavega. Á vef Lax-ár segir að ágætis kropp hafi verið á svæði 1&2 en þriggja daga holl var með 6 laxa; þeir veiðimenn sáu laxa víða um svæðið, þeir voru legnir og tregir til. Menn bíða því í ofvæni eftir nýjum göngum en í lok ágúst undanfarin ár hafa risagöngur smellt sér inn í Stóru og veiðin í september verið ævintýri líkust. Núna er heildarveiðin af svæði 1&2 um 140 laxar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði