Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. ágúst 2012 11:45 Gott getur verið að rýna í veiðistaðakort af Hlíðarvatni áður en haldið er til veiða. Á morgun, sunnudaginn 26. ágúst, er öllum veiðimönnum boðið til veiða í Hlíðarvatn í Selvogi. Á vef stangaveiðifélagsins Ármenn segir að öll veiðifélögin við vatnið standi að boðinu og sé þetta annað árið sem slíkur Hlíðarvatnsdagur sé haldinn. "Í fyrra mætti mikil fjöldi manna og var gerður góður rómur af," segir á armenn.is þar sem félagsmenn eru hvattir til að mæta með fjölskyldur og vini. Stangveiðifélag Hafnarfjarðar er einnig með aðstöðu við Hlíðarvatn. "Við hvetjum alla veiðimenn til að koma með sínar fjölskyldur, börn, barnabörn og veiða frítt í boði þeirra veiðifélaga sem selja veiðileyfi í Hlíðarvatni í Selvogi og fá kynningu frá kunnugum veiðifélögum um hvernig best er að bera sig að við veiðar í Hlíðarvatni í Selvogi. Veiðihúsin verða opin þennan tíma," segir á svh.is, vef Stangveiðifélags Hafnarfjarðar. "Valinkunnir félagar verða á staðnum til leiðsagnar, skrafs og ráðagerða og er þetta spennandi tækifæri til að kynnast þessu fornfræga veiðivatni. Þessi árstími hefur oft verið gjöfull við Mölina og allt vestur að Kaldós og vert er að gefa Botnavíkinni gætur, þá sérstaklega "Botnlanganum" næst veiðihúsi Árbliks," segir ennfremur á armenn.is Stangveiði Mest lesið Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum! Veiði
Á morgun, sunnudaginn 26. ágúst, er öllum veiðimönnum boðið til veiða í Hlíðarvatn í Selvogi. Á vef stangaveiðifélagsins Ármenn segir að öll veiðifélögin við vatnið standi að boðinu og sé þetta annað árið sem slíkur Hlíðarvatnsdagur sé haldinn. "Í fyrra mætti mikil fjöldi manna og var gerður góður rómur af," segir á armenn.is þar sem félagsmenn eru hvattir til að mæta með fjölskyldur og vini. Stangveiðifélag Hafnarfjarðar er einnig með aðstöðu við Hlíðarvatn. "Við hvetjum alla veiðimenn til að koma með sínar fjölskyldur, börn, barnabörn og veiða frítt í boði þeirra veiðifélaga sem selja veiðileyfi í Hlíðarvatni í Selvogi og fá kynningu frá kunnugum veiðifélögum um hvernig best er að bera sig að við veiðar í Hlíðarvatni í Selvogi. Veiðihúsin verða opin þennan tíma," segir á svh.is, vef Stangveiðifélags Hafnarfjarðar. "Valinkunnir félagar verða á staðnum til leiðsagnar, skrafs og ráðagerða og er þetta spennandi tækifæri til að kynnast þessu fornfræga veiðivatni. Þessi árstími hefur oft verið gjöfull við Mölina og allt vestur að Kaldós og vert er að gefa Botnavíkinni gætur, þá sérstaklega "Botnlanganum" næst veiðihúsi Árbliks," segir ennfremur á armenn.is
Stangveiði Mest lesið Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum! Veiði