Fótbolti

Varabúningur Barcelona vekur athygli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Liðsmenn Barcelona fagna fyrra marki Leo Messi í 2-1 sigrinum á Osasuna um helgina.
Liðsmenn Barcelona fagna fyrra marki Leo Messi í 2-1 sigrinum á Osasuna um helgina. Nordicphotos/Getty
Barcelona situr á toppi efstu deildar spænska boltans að loknum tveimur umferðum. 2-1 útisigur á Osasuna féll þó í skuggann á varabúningi félagsins sem vígður var í leiknum.

Varabúningurinn var kynntur síðastliðið vor og óhætt að segja að skiptar skoðanir séu um hann. Þó var farið fögrum orðum um búninginn á heimasíðu Börsunga.

„Varabúningur Barcelona keppnistímabilið 2012-2013 sameinar appelsínugulann og gulan lit til heiðurs menningu, stíls og arkitektúrs borgarinnar. Á honum er sígildur appelsínugulur kragi en frægu liti Barcelona má finna aftan á treyjunni og á ermunum."

Fróðir menn hafa haldið því fram að eigi litir búningsins að endurspegla menningu, listir, lífsstíl og arkitektúr borgarinnar þá hljóti Barcelona-borg hreinlega að vera alelda.

Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá fyrsta deildarsigri Börsunga í nýja varabúningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×