Orðinn sóló en vill ekki afskrifa Ampop Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. ágúst 2012 16:31 Síðastliðinn fimm ár hefur Birgir Hilmarsson lifað af því að gera tónlist. Hann er þekktastur hér á landi fyrir störf sín með popprokk-sveitinni Ampop en verkefni hans síðustu misseri eru í tuga tali og hafa komið út um víðan heim. Nýverið lauk hann vinnslu á sinni fyrstu eiginlegu sólóplötu sem kemur til með að heita All we can be. Áður hafði hann þó gefið út plötu er hann gerði einn síns liðs en sú plata var gefin út undir hatti Blindfold. Það verkefni varð síðar að starfandi hljómsveit í Bretlandi þar sem Biggi hefur búið og starfað síðastliðin ár. En nýja platan er sú fyrsta sem gefin verður út undir hans eigin nafni, Biggi Hilmars. Í gær mætti Biggi í útvarpsþáttinn Vasadiskó á X-inu 977 og spilaði tvö lög beint af nýju plötunni. "Ég er búinn að vera gera svo mikið af auglýsinga- og kvikmyndatónlist síðustu árin að ég var kominn með hundleið," sagði Biggi m.a. í viðtalinu. "Ég þráði að fara gera eitthvað sem væri gert einungis fyrir gleðina að skapa verkið." Aðspurður um hljómsveitina vinsælu Ampop sagði hann að þeir félagar hefðu aldrei viljað gefa út formlega dánartilkynningu. "Við erum allir svo góðir vinir og ég og Kjartan vorum nú einmitt að semja saman um daginn. Svo eru líka lag á nýju plötunni minni sem var samið upphaflega fyrir Ampop". Biggi flutti svo upphafslag plötu sinnar, A place for us, einn og óstuddur með kassagítarinn. Afraksturinn má heyra hér. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Síðastliðinn fimm ár hefur Birgir Hilmarsson lifað af því að gera tónlist. Hann er þekktastur hér á landi fyrir störf sín með popprokk-sveitinni Ampop en verkefni hans síðustu misseri eru í tuga tali og hafa komið út um víðan heim. Nýverið lauk hann vinnslu á sinni fyrstu eiginlegu sólóplötu sem kemur til með að heita All we can be. Áður hafði hann þó gefið út plötu er hann gerði einn síns liðs en sú plata var gefin út undir hatti Blindfold. Það verkefni varð síðar að starfandi hljómsveit í Bretlandi þar sem Biggi hefur búið og starfað síðastliðin ár. En nýja platan er sú fyrsta sem gefin verður út undir hans eigin nafni, Biggi Hilmars. Í gær mætti Biggi í útvarpsþáttinn Vasadiskó á X-inu 977 og spilaði tvö lög beint af nýju plötunni. "Ég er búinn að vera gera svo mikið af auglýsinga- og kvikmyndatónlist síðustu árin að ég var kominn með hundleið," sagði Biggi m.a. í viðtalinu. "Ég þráði að fara gera eitthvað sem væri gert einungis fyrir gleðina að skapa verkið." Aðspurður um hljómsveitina vinsælu Ampop sagði hann að þeir félagar hefðu aldrei viljað gefa út formlega dánartilkynningu. "Við erum allir svo góðir vinir og ég og Kjartan vorum nú einmitt að semja saman um daginn. Svo eru líka lag á nýju plötunni minni sem var samið upphaflega fyrir Ampop". Biggi flutti svo upphafslag plötu sinnar, A place for us, einn og óstuddur með kassagítarinn. Afraksturinn má heyra hér.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira