Orðinn sóló en vill ekki afskrifa Ampop Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. ágúst 2012 16:31 Síðastliðinn fimm ár hefur Birgir Hilmarsson lifað af því að gera tónlist. Hann er þekktastur hér á landi fyrir störf sín með popprokk-sveitinni Ampop en verkefni hans síðustu misseri eru í tuga tali og hafa komið út um víðan heim. Nýverið lauk hann vinnslu á sinni fyrstu eiginlegu sólóplötu sem kemur til með að heita All we can be. Áður hafði hann þó gefið út plötu er hann gerði einn síns liðs en sú plata var gefin út undir hatti Blindfold. Það verkefni varð síðar að starfandi hljómsveit í Bretlandi þar sem Biggi hefur búið og starfað síðastliðin ár. En nýja platan er sú fyrsta sem gefin verður út undir hans eigin nafni, Biggi Hilmars. Í gær mætti Biggi í útvarpsþáttinn Vasadiskó á X-inu 977 og spilaði tvö lög beint af nýju plötunni. "Ég er búinn að vera gera svo mikið af auglýsinga- og kvikmyndatónlist síðustu árin að ég var kominn með hundleið," sagði Biggi m.a. í viðtalinu. "Ég þráði að fara gera eitthvað sem væri gert einungis fyrir gleðina að skapa verkið." Aðspurður um hljómsveitina vinsælu Ampop sagði hann að þeir félagar hefðu aldrei viljað gefa út formlega dánartilkynningu. "Við erum allir svo góðir vinir og ég og Kjartan vorum nú einmitt að semja saman um daginn. Svo eru líka lag á nýju plötunni minni sem var samið upphaflega fyrir Ampop". Biggi flutti svo upphafslag plötu sinnar, A place for us, einn og óstuddur með kassagítarinn. Afraksturinn má heyra hér. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Síðastliðinn fimm ár hefur Birgir Hilmarsson lifað af því að gera tónlist. Hann er þekktastur hér á landi fyrir störf sín með popprokk-sveitinni Ampop en verkefni hans síðustu misseri eru í tuga tali og hafa komið út um víðan heim. Nýverið lauk hann vinnslu á sinni fyrstu eiginlegu sólóplötu sem kemur til með að heita All we can be. Áður hafði hann þó gefið út plötu er hann gerði einn síns liðs en sú plata var gefin út undir hatti Blindfold. Það verkefni varð síðar að starfandi hljómsveit í Bretlandi þar sem Biggi hefur búið og starfað síðastliðin ár. En nýja platan er sú fyrsta sem gefin verður út undir hans eigin nafni, Biggi Hilmars. Í gær mætti Biggi í útvarpsþáttinn Vasadiskó á X-inu 977 og spilaði tvö lög beint af nýju plötunni. "Ég er búinn að vera gera svo mikið af auglýsinga- og kvikmyndatónlist síðustu árin að ég var kominn með hundleið," sagði Biggi m.a. í viðtalinu. "Ég þráði að fara gera eitthvað sem væri gert einungis fyrir gleðina að skapa verkið." Aðspurður um hljómsveitina vinsælu Ampop sagði hann að þeir félagar hefðu aldrei viljað gefa út formlega dánartilkynningu. "Við erum allir svo góðir vinir og ég og Kjartan vorum nú einmitt að semja saman um daginn. Svo eru líka lag á nýju plötunni minni sem var samið upphaflega fyrir Ampop". Biggi flutti svo upphafslag plötu sinnar, A place for us, einn og óstuddur með kassagítarinn. Afraksturinn má heyra hér.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira