Fótbolti

Ótrúlegt klúður kostaði Udinese Meistaradeildarsæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Udinese gátu ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leik.
Leikmenn Udinese gátu ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leik. Nordic Photos / Getty Images
Ítalska félagið Udinese varð af sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa tapað fyrir Braga frá Portúgal í vítaspyrnukeppni í kvöld.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en þar sem fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli þurfti að grípa til framlengingar. Ekkert var skorað í henni og þurfti því vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.

Braga hafði þar betur, 5-4, en Brasilíumaðurinn Maicosuel gerði sig þar sekan um dýrkeypt mistök. Hann vippaði boltanum á mitt markið í sinni spyrnu og þurfti markvörður Braga því ekki að gera annað en að grípa boltann þar sem hann stóð.

Maicosuel er 26 ára miðvallarleikmaður sem kom til Udinese í sumar frá Botafogo í heimalandinu. Hann vill örugglega gleyma þessum leik sem fyrst, enda ljóst að félagið verður af gríðarlega miklum tekjum vegna tapsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×