Viðskipti erlent

Samkomulag um sparnaðaraðgerðir í Grikklandi

Grísku stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um víðtækar sparnaðaraðgerðir í ríkisfjármálum landsins en þessar aðgerðir eru skilyrði þess að landið fái áframhaldandi neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Það var fjármálaráðherra Grikklands sem greindi frá samkomulaginu í viðtali á grískri sjónvarpsstöð í gærkvöldi. Hann greindi hinsvegar ekki nánar frá því í hverju sparnaðaraðgerðirnar eru fólgnar.

Greint verður opinberlega frá samkomulaginu í dag en talið er að skera eigi niður um 13,5 milljarða evra í útgjöldum hins opinbera í Grikklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×