Velgengni Amazon nær nýjum hæðum 29. ágúst 2012 11:31 Þriðja kynslóð Kindle lesbrettisins. Fjórða kynslóðin er væntanleg seinna á þessu ári. mynd/AFP Vefverslunarrisinn Amazon tilkynnti fyrr í vikunni að rafbækur sem einskorðaðar eru við Kindle-lesbrettið hafa verið keyptar, halað niður og lánað rúmlega hundrað milljón sinnum. Rétt rúmlega 180 þúsund rafbækur eru á bókaskrá Amazon. Fyrsta Kindle-lesbrettið fór á markað í nóvember árið 2007. Notendur virðast hafa tekið tækninni með opnum örmum og hafa vinsældir litlu tölvunnar aukist jafnt og þétt síðustu misseri. En þessi gríðarlega aukning sem orðið hefur á niðurhali á rafbókum Amazon má rekja til Prime viðskiptaþjónustunnar sem fyrirtækið kynnti fyrir nokkrum árum. Með þjónustunni geta viðskiptavinir Amazon fengið bækur að láni, gjaldlaus og án skiladags.Jeff Bezos, forstjóri Amazon.mynd/AFPVinsælustu Kindle rafbækurnar eru A Modern Witch eftir Debora Geary, Fifty Shades of Grey eftir E. L. James og bókaröðin vinsæla um Harry Potter. Hungurleikarnir eftir Sauzanne Collins er síðan vinsælasta bókaröð í sögu vefverslunarinnar. Á síðustu árum hefur Amazon gengið í gegnum endurskipulagningu á nær öllum starfsháttum sínum. Innleiðing Kindle lesbrettisins og Kindle Fire spjaldtölvunnar hefur kallað aukna fjárfestingar, til dæmis í gagnaverum sem fyrirtækið rekur nú víða um heim. Apple er helsti samkeppnisaðili Amazon. Miðað við uppgjör Apple fyrir síðasta ársfjórðung hefur fyrirtækið nú um 70 prósent markaðshlutdeild á spjaldtölvumarkaðinum. Hlutdeild nýliðans, Amazon, stendur í 4.2 prósentum. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vefverslunarrisinn Amazon tilkynnti fyrr í vikunni að rafbækur sem einskorðaðar eru við Kindle-lesbrettið hafa verið keyptar, halað niður og lánað rúmlega hundrað milljón sinnum. Rétt rúmlega 180 þúsund rafbækur eru á bókaskrá Amazon. Fyrsta Kindle-lesbrettið fór á markað í nóvember árið 2007. Notendur virðast hafa tekið tækninni með opnum örmum og hafa vinsældir litlu tölvunnar aukist jafnt og þétt síðustu misseri. En þessi gríðarlega aukning sem orðið hefur á niðurhali á rafbókum Amazon má rekja til Prime viðskiptaþjónustunnar sem fyrirtækið kynnti fyrir nokkrum árum. Með þjónustunni geta viðskiptavinir Amazon fengið bækur að láni, gjaldlaus og án skiladags.Jeff Bezos, forstjóri Amazon.mynd/AFPVinsælustu Kindle rafbækurnar eru A Modern Witch eftir Debora Geary, Fifty Shades of Grey eftir E. L. James og bókaröðin vinsæla um Harry Potter. Hungurleikarnir eftir Sauzanne Collins er síðan vinsælasta bókaröð í sögu vefverslunarinnar. Á síðustu árum hefur Amazon gengið í gegnum endurskipulagningu á nær öllum starfsháttum sínum. Innleiðing Kindle lesbrettisins og Kindle Fire spjaldtölvunnar hefur kallað aukna fjárfestingar, til dæmis í gagnaverum sem fyrirtækið rekur nú víða um heim. Apple er helsti samkeppnisaðili Amazon. Miðað við uppgjör Apple fyrir síðasta ársfjórðung hefur fyrirtækið nú um 70 prósent markaðshlutdeild á spjaldtölvumarkaðinum. Hlutdeild nýliðans, Amazon, stendur í 4.2 prósentum.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira