Fótbolti

Martinez dýrasti leikmaður þýska boltans

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martinez varð Evrópumeistari með Spánverjum í sumar.
Martinez varð Evrópumeistari með Spánverjum í sumar. Nordic Photos / Getty Images
Spánverjinn Javi Martinez gekk í dag í raðir Bayern München sem keypti hann fyrir metfé frá Athletic Bilbao.

Bayern greiddi 40 milljónir evra fyrir kappann en leikmaðurinn sjálfur auðveldaði málin fyrir Bæjara með því að taka á sig lægri laun en hann var með á Spáni. Ekkert þýskt félag hefur greitt svo mikið fyrir leikmann áður.

„Auðvitað er þetta há upphæð en leikmaðurinn tók beinan þátt í þessu með þessum hætti," sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn til félags með jafn ríka sögu og Bayern. Ég hef beðið lengi eftir þessu," sagði Martinez.

Martinez hefur verið í sigtinu hjá Bayern í allt sumar og skrifaði í dag undir fimm ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×