Tilraunir í textíl 10. ágúst 2012 22:00 Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fatahönnuður. Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er fatahönnuður á framabraut og nýtir sumarmánuðina í rannsóknarvinnu á endurvinnslu textíls og umhverfisvænum framleiðsluaðferðum. Í sumar fékk hún styrk til að gera rannsóknir á endurvinnslu textíls og endurskapa efni með umhverfisvænum aðferðum. Verkefnið er í fullum gangi og Tanja hefur nýlokið við að setja saman texta um skaðsemi hefðbundinnar textílframleiðslu og sjálfbæra tísku.Vill dreifa boðskapnum "Stefnan er að koma upplýsingunum á framfæri á heimasíðu fljótlega. Mig langar til þess að vekja fólk til umhugsunar í fatakaupum. Það er svo auðvelt að fara í H&M og hrúga í körfuna hugsunarlaust og nota svo fötin kannski bara einu sinni. Ég vona að ég geti fengið fólk til að hugsa um hvaðan fötin koma, hvaða efni eru notuð og hvar þau eru framleidd, því það skiptir máli," segir Tanja og bætir brosandi við: "Ég er samt ekkert að predika yfir fólki að hætta að kaupa föt heldur bara að vera meðvitað á meðan."Gerir tilraunir Næsta skref í verkefninu er tilraunastarfsemi. "Ég er að byrja á verklega hlutanum og vinn þá aðallega út frá textíl. Mig langar að gera tilraunir með jurtalitun, safna gömlum efnum og gera tilraunir. Útkoman verður vonandi fatalína sem ég myndi þá selja. Hluta af söluhagnaðinum hafði ég hugsað mér að gefa í gott málefni." Niðurstöður verkefnisins segist Tanja þó ekki ætla að selja. "Upphaflega hugmyndin var að þróa nýjar, umhverfisvænar aðferðir úr öðrum þekktum eins og til dæmis jurtalitun. Höfundarrétturinn skiptir mig þó engu máli heldur vil ég frekar vera öðrum hönnuðum innblástur og gefa þeim hugmyndir til að nýta og þróa áfram."Framtíðardraumar Framtíðin er spennandi hjá þessum unga hönnuði, en Tanja stefnir á frekara nám í textíl áður en hún heldur út í heim: "Mig langar til þess að sérhæfa mig í textíl og ætla þess vegna í textíldeildina í Myndlistaskólanum í Reykjavík í haust. Eftir það langar mig til útlanda, annaðhvort í starfsnám eða mastersnám," segir Tanja og horfir þá helst til Belgíu og Hollands. Segja má að rannsóknarverkefni sumarsins sé byrjunin á framtíðardraumnum, sem lýtur að frekari tilraunum: "Í framtíðinni langar mig að vinna með fólki sem hefur svipaðar hugmyndir og ég. Ég væri til í að vinna við að þróa umhverfisvænar aðferðir til að framleiða föt og textíl," segir Tanja og bætir við: "Mig langar einfaldlega að hafa frelsi til að gera tilraunir. Ég vil að tilraunastarfsemi verði alltaf hluti af hönnun minni." Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er fatahönnuður á framabraut og nýtir sumarmánuðina í rannsóknarvinnu á endurvinnslu textíls og umhverfisvænum framleiðsluaðferðum. Í sumar fékk hún styrk til að gera rannsóknir á endurvinnslu textíls og endurskapa efni með umhverfisvænum aðferðum. Verkefnið er í fullum gangi og Tanja hefur nýlokið við að setja saman texta um skaðsemi hefðbundinnar textílframleiðslu og sjálfbæra tísku.Vill dreifa boðskapnum "Stefnan er að koma upplýsingunum á framfæri á heimasíðu fljótlega. Mig langar til þess að vekja fólk til umhugsunar í fatakaupum. Það er svo auðvelt að fara í H&M og hrúga í körfuna hugsunarlaust og nota svo fötin kannski bara einu sinni. Ég vona að ég geti fengið fólk til að hugsa um hvaðan fötin koma, hvaða efni eru notuð og hvar þau eru framleidd, því það skiptir máli," segir Tanja og bætir brosandi við: "Ég er samt ekkert að predika yfir fólki að hætta að kaupa föt heldur bara að vera meðvitað á meðan."Gerir tilraunir Næsta skref í verkefninu er tilraunastarfsemi. "Ég er að byrja á verklega hlutanum og vinn þá aðallega út frá textíl. Mig langar að gera tilraunir með jurtalitun, safna gömlum efnum og gera tilraunir. Útkoman verður vonandi fatalína sem ég myndi þá selja. Hluta af söluhagnaðinum hafði ég hugsað mér að gefa í gott málefni." Niðurstöður verkefnisins segist Tanja þó ekki ætla að selja. "Upphaflega hugmyndin var að þróa nýjar, umhverfisvænar aðferðir úr öðrum þekktum eins og til dæmis jurtalitun. Höfundarrétturinn skiptir mig þó engu máli heldur vil ég frekar vera öðrum hönnuðum innblástur og gefa þeim hugmyndir til að nýta og þróa áfram."Framtíðardraumar Framtíðin er spennandi hjá þessum unga hönnuði, en Tanja stefnir á frekara nám í textíl áður en hún heldur út í heim: "Mig langar til þess að sérhæfa mig í textíl og ætla þess vegna í textíldeildina í Myndlistaskólanum í Reykjavík í haust. Eftir það langar mig til útlanda, annaðhvort í starfsnám eða mastersnám," segir Tanja og horfir þá helst til Belgíu og Hollands. Segja má að rannsóknarverkefni sumarsins sé byrjunin á framtíðardraumnum, sem lýtur að frekari tilraunum: "Í framtíðinni langar mig að vinna með fólki sem hefur svipaðar hugmyndir og ég. Ég væri til í að vinna við að þróa umhverfisvænar aðferðir til að framleiða föt og textíl," segir Tanja og bætir við: "Mig langar einfaldlega að hafa frelsi til að gera tilraunir. Ég vil að tilraunastarfsemi verði alltaf hluti af hönnun minni."
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira