Sveitakeppni Golfsambands Íslands í karla- og kvennaflokki fer fram um helgina og verður leikið í fimm deildum karla og tveimur deildum kvenna. Í karlaflokki verður leikin holukeppni í 1.- 4. deild en í fimmtu deild er leikinn höggleikur laugardag og sunnudag. Í kvennaflokki verður leikin holukeppni í 1. deild en 2. deildin er höggleikur.
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur unnið tvöfalt undanfarin tvö ár en karlkylfingarnir í GR eiga möguleika á að bæta sigri í Sveitakeppninni við Íslandsmeistaratitla í höggleik og Holukeppni en þar fagnaði GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús sigri í báðum mótum.
Inn á síðu sveitakeppnanna er að finna allar upplýsingar um liðin, riðlana ásamt úrslitum leikja. En það má nálgast þær upplýsingar með því að smella hér.
Sveitakeppni GSÍ 2012:
1. deild karla verður leikinn á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja
2. deild karla er á Hamarsvelli hjá Golfklúbbnum í Borgarnesi
3. deild karla er á Öndverðarnesvelli hjá Golfklúbbi Öndverðarnes
4. deild karla er á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbnum í Hveragerði
5. deild karla er á Víkurvelli hjá Golfklúbbnum Vík í Mýrdal (Höggleikur)
1. deild kvenna er á Garðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur
2. deild kvenna er á Skeggjabrekkuvelli hjá Golfklúbbi Ólafsfjarðar (Höggleikur)
Sveitakeppnin í golfi fer fram um helgina - GR á titla að verja
