Kobe um komu Dwight Howard: Superman búinn að finna sér heimili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2012 08:00 Kobe Bryant og Dwight Howard. Mynd/Nordic Photos/Getty Kobe Bryant er komin aðeins nær því að vinna sjötta meistaratitilinn sinn á ferlinum eftir að miðherjinn Dwight Howard varð leikmaður Los Angeles Lakers í gær eftir risaskipti í NBA-deildinni í körfubolta. Það þurfti tólf leikmenn og fjögur félög til þess að Howard slyppi frá Orlando Magic en miðherjinn snjalli hefur viljað komast í burtu frá Orlando í marga mánuði. Andrew Bynum fer frá Lakers til Philadelphia 76ers og Andre Iguodala, meðlimur í Ólympíuliði Bandaríkjanna spilar með Denver Nuggets á næstu leiktíð. Orlando fékk bakvörðinn Arron Afflalo og framherjann Al Harrington frá Denver, framherjann Moe Harkless og miðherjann Nikola Vucevic frá Philadelphia og svo framherjann Josh McRoberts og bakvörðinn Christian Eyenga frá Lakers. Lakers fær Howard, bakvörðinn Chris Duhon og framherjann Earl Clark frá Orlando. Jason Richardson fer líka frá Orlando til Philadelphia en Orlando fær auk þess fimm valrétti í næstu nýliðavalinu næstu fimm árin. Kobe Bryant var kátur í færslu á fésbókarsíðu sinni. „Jæja, það lítur fyrir að Superman sé búinn að finna sér heimili," skrifaði Kobe en hann er líka búinn að fá til sín leikstjórnandann Steve Nash og það eru spennandi tímar framundan hjá Lakers-mönnum. Spánverjanum Pau Gasol var líka létt þegar fjölmiðlamenn spurðu hann út í fréttirnar eftir sigur Spánar á Rússlandi í undanúrslitunum Ólympíuleikanna. „Þetta er stórfrétt. Það hafa verið svo margir orðrómar í kringum mig og mér er því létt. Ég er spenntur og get ekki beðið að hitta nýju liðsfélagana," sagði Pau Gasol sem hefur þegar hjálpað Lakers-liðinu að vinna tvo meistaratitla. NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Fleiri fréttir Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Sjá meira
Kobe Bryant er komin aðeins nær því að vinna sjötta meistaratitilinn sinn á ferlinum eftir að miðherjinn Dwight Howard varð leikmaður Los Angeles Lakers í gær eftir risaskipti í NBA-deildinni í körfubolta. Það þurfti tólf leikmenn og fjögur félög til þess að Howard slyppi frá Orlando Magic en miðherjinn snjalli hefur viljað komast í burtu frá Orlando í marga mánuði. Andrew Bynum fer frá Lakers til Philadelphia 76ers og Andre Iguodala, meðlimur í Ólympíuliði Bandaríkjanna spilar með Denver Nuggets á næstu leiktíð. Orlando fékk bakvörðinn Arron Afflalo og framherjann Al Harrington frá Denver, framherjann Moe Harkless og miðherjann Nikola Vucevic frá Philadelphia og svo framherjann Josh McRoberts og bakvörðinn Christian Eyenga frá Lakers. Lakers fær Howard, bakvörðinn Chris Duhon og framherjann Earl Clark frá Orlando. Jason Richardson fer líka frá Orlando til Philadelphia en Orlando fær auk þess fimm valrétti í næstu nýliðavalinu næstu fimm árin. Kobe Bryant var kátur í færslu á fésbókarsíðu sinni. „Jæja, það lítur fyrir að Superman sé búinn að finna sér heimili," skrifaði Kobe en hann er líka búinn að fá til sín leikstjórnandann Steve Nash og það eru spennandi tímar framundan hjá Lakers-mönnum. Spánverjanum Pau Gasol var líka létt þegar fjölmiðlamenn spurðu hann út í fréttirnar eftir sigur Spánar á Rússlandi í undanúrslitunum Ólympíuleikanna. „Þetta er stórfrétt. Það hafa verið svo margir orðrómar í kringum mig og mér er því létt. Ég er spenntur og get ekki beðið að hitta nýju liðsfélagana," sagði Pau Gasol sem hefur þegar hjálpað Lakers-liðinu að vinna tvo meistaratitla.
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Fleiri fréttir Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Sjá meira