Batman féll úr fyrsta sæti Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. ágúst 2012 07:09 Nýjasta Batman myndin hefur gengið ágætlega. mynd/ afp. Nýjasta Batman myndin, The Dark Knight Rises, féll um helgina úr efsta sæti yfir tekjuhæstu myndir í Bandaríkjunum. Þetta er þriðja helgin sem myndin er sýnd en hún var tekjuhæsta myndin tvær fyrri helgarnar. Í efsta sæti að þessu sinni var hins vegar myndin The Bourne Legacy en tekjur hennar námu sem samsvarar 4,8 milljörðum íslenskra króna, eftir því sem fram kemur á vef The Washington Post. Í öðru sæti var ný mynd Wills Ferrel sem heitir The Campaign, en tekjur hennar námu um 3,3 milljörðum íslenskra króna. The Dark Knight Rises var svo í þriðja sæti með um 2,4 milljarða íslenskra króna. Batman myndin hefur nú verið í sýningu í Bandaríkjunum í þrjár vikur og nema heildartekjurnar um 47 milljörðum króna. Mikil skelfing greip um sig í Colorado fylki og víðar þegar myndin var forsýnd þar 20. júlí síðastliðinn en þá hóf háskólaneminn James Holmes skothríð á miðri kvikmyndasýningu. Dan Fellman, yfirmaður dreifingardeildar hjá Warner Bros, segir í samtali við Washington Post að þetta atvik hafi án efa haft áhrif á aðsóknina að myndinni. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýjasta Batman myndin, The Dark Knight Rises, féll um helgina úr efsta sæti yfir tekjuhæstu myndir í Bandaríkjunum. Þetta er þriðja helgin sem myndin er sýnd en hún var tekjuhæsta myndin tvær fyrri helgarnar. Í efsta sæti að þessu sinni var hins vegar myndin The Bourne Legacy en tekjur hennar námu sem samsvarar 4,8 milljörðum íslenskra króna, eftir því sem fram kemur á vef The Washington Post. Í öðru sæti var ný mynd Wills Ferrel sem heitir The Campaign, en tekjur hennar námu um 3,3 milljörðum íslenskra króna. The Dark Knight Rises var svo í þriðja sæti með um 2,4 milljarða íslenskra króna. Batman myndin hefur nú verið í sýningu í Bandaríkjunum í þrjár vikur og nema heildartekjurnar um 47 milljörðum króna. Mikil skelfing greip um sig í Colorado fylki og víðar þegar myndin var forsýnd þar 20. júlí síðastliðinn en þá hóf háskólaneminn James Holmes skothríð á miðri kvikmyndasýningu. Dan Fellman, yfirmaður dreifingardeildar hjá Warner Bros, segir í samtali við Washington Post að þetta atvik hafi án efa haft áhrif á aðsóknina að myndinni.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira