McIlroy blés á gagnrýni með sigri á PGA-meistaramótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2012 09:15 Nordicphotos/Getty Norður-Írinn Rory McIlroy vann í gær sigur á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fór á Kiawah eyju í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Yfirburðir McIlroy voru miklir en hann sigraði á þrettán höggum undir pari samanlagt eða átta höggum á undan Englendingnum David Lynn sem varð annar. McIlroy spilaði gallalaust golf í gær þar sem hann fékk sex fugla og tólf pör. Þetta er annar sigur McIlroy á risamóti í golfi en hann vann sigur á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Síðan þá hefur hann átt nokkuð erfitt uppdráttar þar sem hann komst meðal annars ekki í gegnum niðurskurðinn í titilvörn sinni á opna bandaríska og hafnaði í 60. sæti á opna breska í síðasta mánuði. „Ég hef verið nokkuð pirraður með frammistöðu mína á golfvellinum framan á ári en nokkrir fjölmiðlamenn voru þó að hringja viðvörunarbjöllunum að ástæðulausu," sagði McIlroy um gagnrýnina. McIlroy byrjaði í ástarsambandi með dönsku tennisstjörnunni Caroline Wozniacki fyrir um ári síðan og ýmsir talið hann í kjölfarið ekki nógu duglegan á æfingasvæðinu. „Ég held að það hafi ekki verið til betri leið til þess að svara þessari gagnrýni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá kom hún mér í gírinn," sagði McIlroy. Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy vann í gær sigur á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fór á Kiawah eyju í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Yfirburðir McIlroy voru miklir en hann sigraði á þrettán höggum undir pari samanlagt eða átta höggum á undan Englendingnum David Lynn sem varð annar. McIlroy spilaði gallalaust golf í gær þar sem hann fékk sex fugla og tólf pör. Þetta er annar sigur McIlroy á risamóti í golfi en hann vann sigur á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Síðan þá hefur hann átt nokkuð erfitt uppdráttar þar sem hann komst meðal annars ekki í gegnum niðurskurðinn í titilvörn sinni á opna bandaríska og hafnaði í 60. sæti á opna breska í síðasta mánuði. „Ég hef verið nokkuð pirraður með frammistöðu mína á golfvellinum framan á ári en nokkrir fjölmiðlamenn voru þó að hringja viðvörunarbjöllunum að ástæðulausu," sagði McIlroy um gagnrýnina. McIlroy byrjaði í ástarsambandi með dönsku tennisstjörnunni Caroline Wozniacki fyrir um ári síðan og ýmsir talið hann í kjölfarið ekki nógu duglegan á æfingasvæðinu. „Ég held að það hafi ekki verið til betri leið til þess að svara þessari gagnrýni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá kom hún mér í gírinn," sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira